Bifreið fyrir áhaldahús

Málsnúmer 2207030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 15. júlí 2022 varðandi ósk bæjarverkstjóra um að endurnýja bifreið fyrir áhaldahús, þar sem eldri bifreið hefur lagt upp laupana.

Óskað er eftir heimild allt að upphæð kr. 7 millj.kr. án vsk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að samþykkja kaup á bifreið fyrir áhaldahús og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útfæra viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Á 752. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á bifreið fyrir áhaldahús. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2022, að fjárhæð kr. 7.000.000,- án vsk, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 15/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 7.000.000,- vegna kaupa á bifreið fyrir áhaldahús, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.