Erindi vegna lokunar á götu

Málsnúmer 2207008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11.07.2022

Lagt fram erindi, dagsett 4. júlí 2022, þar sem eigendur Siglóveitinga ehf. óska eftir heimild fyrir því að loka götunni með fram bátadokkinni, sunnan við Rauðku og Torgið, á blíðviðris dögum. Væri það til þess fallið að minnka slysahættu enn frekar þar sem fólk er mikið á ferðinni sem og börn að leik.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti þó með því skilyrði að umferð vegna atvinnurekstrar á svæðinu verði heimil.

Lokun skal gerð í samráði við starfsmenn hafnarskrifstofu.