Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2205036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12.05.2022

Lagt fram til kynningar erindin Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. maí 2022 er varðar landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 28.-30. september 2022.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20.06.2022

Lagður fram tölvupóstur frá Vali Rafni Halldórssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. júní 2022 þar sem fram kemur að dagana 28. - 30. september nk. verði landsþing sambandsins haldið á Akureyri.

Sveitarfélög eru hvött til að gera ráðstafanir í tíma og óskað er eftir að sveitarfélögin kjósi landsþingsfulltrúa á þingið.

Einnig er minnt á erindi frá sambandinu frá 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11.07.2022

Lagt fram til kynningar erindi frá Vali Rafn Halldórssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí 2022 varðandi framboðsfrest til formanns sambandsins.

Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn. Þeir sem ætla að bjóða sig fram er bent á að tilkynna með því að senda tölvupóst á samband@samband.is

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og skal rafræn kjörskrá liggja fyrir 20. júlí og vera byggð á kjörbréfum sem hafa borist frá sveitarfélögum fyrir 15. júlí. Það er því mikilvægt að kjörbréf berist sambandinu á samband@samband.is fyrir þann tíma.