Bæjarráð Fjallabyggðar

745. fundur 13. júní 2022 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2205071Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Birgitta Ásgrímsdóttir ásamt Alexander Schepsky og Guðdísi Jörgensdóttur og kynntu uppbygginaráform sín í tengslum við ferðaþjónustustarfsemi við höfnina í Ólafsfirði.

Bæjarráð fagnar áhuga hópsins og áformum þeirra um uppbyggingu við höfnina í Ólafsfirði. Telur bæjarráð að hugmyndir falli vel að framtíðaráformum sveitarfélagsins um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar í Ólafsfirði.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til þess að breyta aðalskipulagi til þess að greiða götu verkefnisins.

2.Endurnýjun yfirfallslagnar frá brunni í Gránugötu

Málsnúmer 2204090Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 8. júní 2022, þar sem fram kemur að þann 2. júní hafi tilboð verið opnuð í verkefnið „Siglufjörður Álalækjaryfirfall“. Þrjú tilboð bárust í verkið, eftirfarandi tilboð koma því til álita. Smári ehf. bauð kr. 19.916.175, Sölvi Sölvason bauð kr. 16.571.800 og Bás ehf. bauð kr. 16.359.137. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 23.331.000. Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Bás ehf., verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að tilboði Báss ehf. verði tekið.

3.Seatrade Med sýning í Malaga í september.

Málsnúmer 2206023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dags. 7. júní 2022, frá Anítu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á SeaTrade sýningunni og mikilvægi hennar fyrir markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip.
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Þó með því skilyrði að 4 vikum fyrir sýningu liggi fyrir greinargerð með áætlun um hver markmiðin með þátttöku sveitarfélagsins séu á sýningunni. Þá skal einnig skila ferðaskýrslu til bæjarráðs og hafnarstjórnar að sýningu lokinni.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2206010Vakta málsnúmer

Bókun færð í trúnaðarbók

5.Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar.

Málsnúmer 2206017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 8. júní 2022. Umsögnin varðar umsókn SiglóHóls ehf. vegna Hóls um leyfi til reksturs gististaða, flokkur II-D Gistiskáli.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og leggur til að leyfið verði veitt.

6.Samstarfssamningur um almannavarnir.

Málsnúmer 2206019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gríms Kárasonar, dags. 7. júní 2022, f.h. ALNEY (Samstarfssamnings um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra) þar sem minnt er á mikilvægi þess að upplýsa um allar mannabreytingar innan sveitarfélaga sem kunna að varða samninginn.
Bæjarráð þakkar Grími fyrir erindið og mun koma réttum upplýsingum til ALNEY þegar þær liggja fyrir.

7.Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þátttöku í vinnustofu

Málsnúmer 2206020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dags 6. júní 2022, þar sem Innviðaráðuneytið býður 1-2 fulltrúum Fjallabyggðar að taka þátt í vinnustofu þar sem til stendur að gefa fulltrúum allra sveitarfélaga landsins kost á að taka þátt í umræðum og koma að sjónarmiðum sem nýst geta við smíði nýs frumvarps um heildarlöggjöf um almenningssamgöngur á Íslandi. Vinnustofan fer fram í gegnum Teams og mun fara fram miðvikudaginn 15. júní n.k.
Bæjarráð leggur til að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar og/eða deildarstjóri Umhverfis- og tæknideildar taki þátt fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.17. júní - lokun gatna.

Málsnúmer 2206027Vakta málsnúmer

Ungliðasveitin Smástrákar, sem tekið hafa að sér að sjá um 17. júní hátíðarhöldin í ár, óskar eftir heimild bæjarráðs til að loka götunni sem liggur frá Snorragötu, með fram Bátadokk og niður að Ingvarsbryggju og Suðurgötu frá gatnamótum við Lindargötu niður að Suðurgötu 10. Einnig óskar björgunarsveitin eftir afnotum af bílastæðum við Ráðhús Fjallabyggðar og því að svæðið verði lokað fyrir umferð frá 22:00 þann 16. júní til kl. 08:00 þann 18. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið og óskar Smástrákum góðs gengis.

9.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá 17. júní hátíðarhalda í Fjallabyggð ásamt kostnaðaráætlun.
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði.
Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði.
Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði.
Lögð fram til kynningar fundargerð 285. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 54. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 56. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 57. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.