Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þátttöku í vinnustofu

Málsnúmer 2206020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13.06.2022

Lagt fram erindi, dags 6. júní 2022, þar sem Innviðaráðuneytið býður 1-2 fulltrúum Fjallabyggðar að taka þátt í vinnustofu þar sem til stendur að gefa fulltrúum allra sveitarfélaga landsins kost á að taka þátt í umræðum og koma að sjónarmiðum sem nýst geta við smíði nýs frumvarps um heildarlöggjöf um almenningssamgöngur á Íslandi. Vinnustofan fer fram í gegnum Teams og mun fara fram miðvikudaginn 15. júní n.k.
Bæjarráð leggur til að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar og/eða deildarstjóri Umhverfis- og tæknideildar taki þátt fyrir hönd sveitarfélagsins.