Bæjarráð Fjallabyggðar

742. fundur 12. maí 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Formaður bar upp tillögu þess efnis að bætt verði lið á dagskrá, um er að ræða mál er varðar auglýsingu þess efnis að starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála sé laust til umsóknar, einnig lagði formaður til að liður 9. á dagskrá yrði feldur út af dagskrá enda fékk málið umfjöllun og afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í gær, númering annarra liða breytist til samræmis.

Tillaga um breytingu á útsendri dagskrá samþykkt með þremur atkvæðum.

1.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til apríl 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur 415,1 millj.kr. eða 95,6% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar

2.Samningar um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð 2022-2024

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tveimur aðskildum samningum um rekstur og umsjón tjaldsvæða á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Rekstraryfirlit - 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir þriggja mánaða rekstraryfirlit, frávik frá fjárhagsáætlun teljast minniháttar utan að snjómokstur var meiri en áætlun gerði ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar

4.Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup

Málsnúmer 2205041Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar 9. maí 2022 ásamt vinnuskjali slökkviliðsstjóra er varða kaup á bíl fyrir slökkviliðið. Í framlögðum skjölum er lagt til að keyptur verði notaður lögreglubíll af embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, um er að ræða KIA Sorento árgerð 2014.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur deildarstjóra fjármála að vinna viðauka í samræmi við framlögð gögn og leggja fyrir bæjarstjórn.

5.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2204056Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 9. maí 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Ólafsfjörður.

Smári ehf. 9.620.000,-

Bás ehf. 7.183.015,-

Sölvi Sölvason 9.988.463,-

Kostnaðaráætlun 8.150.500,-



Siglufjörður.

Bás ehf. 6.868.661,-

Sölvi Sölvason 9.378.745,-

Kostnaðaráætlun 7.860.500,-

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboð í bæði verkin og leggur til við bæjarráð að tilboði Bás ehf, sem er lægstbjóðandi í báðum útboðum, verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. í verkin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar 1 og 2 og felur bæjarstjóra að undirrita verksamninga vegna verkana fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Ráðning deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála

Málsnúmer 2205051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing vegna ráðningar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála. Umsóknarfrestur er til og með 23. maí nk.
Lagt fram til kynningar

7.Breyting á reglugerð nr. 1212-2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

Málsnúmer 2110045Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar og fór yfir bréf Innviðaráðuneytisins dags. 5. maí 2022, einnig fór bæjarstjóri yfir viðræður sem hann ásamt deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála hafa átt við endurskoðanda sveitarfélagsins vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 hvar kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Lagt fram til kynningar

8.Sveitarfélagaskólinn

Málsnúmer 2205038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar dags. 9. maí 2022 er varðar sveitarfélagaskólann, einnig lagt fram kynningarbréf til sveitarfélaga vegna skólans.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar erindið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að leggja það fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar með hvatningu til fulltrúa í bæjarstjórn að nýta sér áhugavert námsefni.

9.Skýrsla um brotthvarf úr framhaldsskólum.

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar skýrslu um brottfall nemenda úr framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar

10.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2205036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindin Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. maí 2022 er varðar landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 28.-30. september 2022.
Lagt fram til kynningar

11.Orlof húsmæðra 2022

Málsnúmer 2205031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. maí 2022 er varðar framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda.
Lagt fram til kynningar

12.Náttúruhamfaratrygging - Ársfundur

Málsnúmer 2205037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð vegna ársfundar Náttúruhamfaratryggingar Íslands fimmtudaginn 19. maí frá kl. 11.30 til 13.00.
Lagt fram til kynningar

13.Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra dags. 6. maí 2022 er varðar tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna.
Lagt fram til kynningar

14.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 2011052Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar

15.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2022.

Málsnúmer 2204051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 4. maí 2022.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 08:45.