Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2204056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 19. apríl 2022, er varðar ósk um heimild til útboðs á verkefnum sem snúa að umferðaröryggi við leikskóla. Um er að ræða tvö aðskilin verkefni sem eru til þess ætluð að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12.05.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 9. maí 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Ólafsfjörður.

Smári ehf. 9.620.000,-

Bás ehf. 7.183.015,-

Sölvi Sölvason 9.988.463,-

Kostnaðaráætlun 8.150.500,-



Siglufjörður.

Bás ehf. 6.868.661,-

Sölvi Sölvason 9.378.745,-

Kostnaðaráætlun 7.860.500,-

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboð í bæði verkin og leggur til við bæjarráð að tilboði Bás ehf, sem er lægstbjóðandi í báðum útboðum, verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. í verkin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar 1 og 2 og felur bæjarstjóra að undirrita verksamninga vegna verkana fyrir hönd sveitarfélagsins.