Bæjarráð Fjallabyggðar

734. fundur 17. mars 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022

Málsnúmer 2202059Vakta málsnúmer

Á 732. fundi bæjarráðs var samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Auglýsing var birt á vef sveitarfélagsins þann 3. mars en engar umsóknir bárust.
Lagt fram til kynningar

2.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Á 733. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera tillögu að útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, sem færist á málaflokk 11410, lykil 4960 kr. 4.400.000.-
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.400.000.- vegna framkvæmda úrbóta vestan við ós Ólafsfjarðarvatns, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

3.Beiðni um viðauka vegna viðhalds körfubifreiðar Slökkviliðs

Málsnúmer 2202083Vakta málsnúmer

Á 732. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna viðhalds bifreiða og vinnuvéla vegna viðgerðar á körfubíl Slökkviliðs. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2022, sem færist á málaflokk 07230, lykill 4961 kr. 600.000.-.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 600.000.- vegna viðgerðar á körfubíl slökkviliðs, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

4.Viðhald Laugarvegur 39

Málsnúmer 2202058Vakta málsnúmer

Á 732. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna nauðsynlegs viðhalds á íbúð Fjallabyggðar að Laugarvegi 39. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, sem færist á málaflokk 61540, lykill 4965 kr. 550.000.-.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 550.000.- vegna viðhalds á íbúð að Laugarvegi 39, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

5.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 14. mars 2022 er varðar ósk Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. (HNS) um ívilnun vegna vatnsnotkunar fyrirhugaðrar styrjueldisstöðvar. Vinnuskjalið er unnið í framhaldi af ósk þar um á 732. fundi bæjarráðs.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagt vinnuskjal og felur bæjarstjóra að láta vinna drög að breytingum á 6. gr. gjaldskrár vatnsveitu Fjallabyggðar með þeim hætti að bætt verði við afsláttarflokkum.
Í fyrsta lagi verði flokkur frá 250.000 m³ til 400.000 m³ með 25% afslætti og í öðru lagi verði bætt við flokk, frá 400.000m³ til 550.000 m³ með 35% og í þriðja lagi verði bætt við flokk fyrir meira en 550.000 m³ með 45% afslætti.

Einnig skal koma fram í gjaldskrá fyrirvari vegna mögulegrar afhendingar sem er umfram getu veitukerfisins á hverjum tíma. Drög að breyttri gjaldskrá skal leggja fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

6.Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts

Málsnúmer 2203019Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Gunnsteins Ólafssonar f.h. Félags um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar dags. 7. mars 2022 er varðar umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts af húseign félagsins á Siglufirði.
Auglýst var eftir styrkumsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins þann 14. október 2021 með umsóknarfresti til 28 október, í framhaldi var unnið úr styrkumsóknum og styrkir samþykktir samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar um 108.172 kr. til greiðslu fasteignaskatts vegna Norðurgötu 1, 580 Siglufirði.

7.Umsókn um rekstrarleyfi gistingar fl II - Norðurgata 9

Málsnúmer 2203021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 8. mars 2022 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Veraldrar bókaútgáfu vegna Norðurgötu 9, Siglufirði um rekstrarleyfi gistingar flokkur II.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

8.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dags. 9. mars 2022 varðandi ósk ráðuneytisins um þátttöku sveitarfélaga hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Bæjarráð þakkar erindið og lýsir yfir vilja sveitarfélagsins til að taka á móti flóttafólki líkt og óskað er eftir í framlögðu erindi. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir lausu húsnæði til að hýsa flóttamenn með það að markmiði að meta hversu mikið samfélagið í Fjallabyggð getur lagt að mörkum í málinu, einnig er bæjarstjóra falið að óska eftir minnisblöðum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar um stöðu mála í þeirra málaflokkum svo meta megi getu sveitarfélagsins til að taka á móti flóttafólki.
Frumniðurstöður auglýsingar og minnisblöð deildarstjóra skal leggja fyrir bæjarráð svo fljótt sem verða má en eigi síðar en 31. mars.

9.Aðalfundur Lánasjóðs 2022

Málsnúmer 2203033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar fyrir hönd stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 1. apríl kl. 15:00 á Hótel Hilton, Reykjavík.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.

10.Flokkun - Ársreikningur 2021.

Málsnúmer 2203027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Flokkunar Eyjafjarðar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar

11.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dags. 9. mars er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 57. mál.

Lagt fram til kynningar erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 10. mars er varðar umsögn um frumvarp til laga um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Lagt fram til kynningar erindi frá Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags, 10. mars er varðar umsögn um framvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Lagt fram til kynningar

12.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar ofl. mál nr. 53/2022).
Lagt fram til kynningar

13.Stjórnarfundur Flokkun Eyjafjörður ehf. 2022

Málsnúmer 2203026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Flokkun Eyjafjörður ehf. sem haldinn var 9. mars sl.
Lagt fram til kynningar

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 85. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var þann 10. mars sl..
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 08:45.