Bæjarráð Fjallabyggðar

729. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað vegna janúar 2022.
Lagt fram

2.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 96.289.661,- eða 96,29% af áætlun 2022.
Lagt fram

3.Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2022

Málsnúmer 2201053Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Golfklúbb Fjallabyggðar um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands 2022

Málsnúmer 2201052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rekstrarsamningi við Síldarminjasafn Íslands ses. vegna ársins 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

5.Stofnfundur húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES)

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni dags. 26. janúar 2022, einnig lagðir fram tölvupóstar varðandi málefnið. Í framlögðum gögnum kemur fram að stefnt sé að því að halda stofnfund húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) um miðjan febrúarmánuð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vera stofnaðili að fyrirhugaðri stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar og leggja fram 100.000 kr. stofnfé. Einnig samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2022

Málsnúmer 2202019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar f.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar dags. 9. febrúar 2022 er varðar ósk félagsins um heimild til lokunar gatna og þrenginga í tengslum við Fjarðargönguna sem fram fer 11. og 12. febrúar nk. Fram kemur að félagið muni óska eftir leyfi Vegagerðarinnar þar sem það á við og að allar lokanir og þrengingar verði unnar í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila umferðartakmarkanir á götum í Ólafsfirði samkvæmt framlögðu erindi og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Skíðafélag Ólafsfjarðar.

7.Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir tólf mánaða rekstraryfirlit samstæðu, hafnarsjóðs og Hornbrekku.
Lagt fram

8.Reglur um birtingu gagna

Málsnúmer 1903018Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að hér eftir verði allir rekstrar- og samstarfssamningar við félagasamtök og sjálfseignarstofnanir gerðir aðgengilegir á heimasíðu Fjallabyggðar, sama á við um yfirlit yfir úthlutanir styrkja.

9.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis dags. 2. febrúar 2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Lagt fram

10.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Lagt fram

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022.

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.