Flugvöllurinn á Siglufirði

Málsnúmer 2010105

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 03.11.2020

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is, dags. 25.10.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástand flugvallarins á Siglufirði og framtíðaráform hans. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hver tók ákvörðun um að enduropna flugvöllinn á sínum tíma með tilheyrandi kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra varðandi ástand vallarins og fjölda lendinga á árinu 2020. Bæjarráð bendir á að ákvörðun um viðhald eigna sveitarfélagsins er tekin af bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Bæjarstjórn tekur jafnframt ákvarðanir um einstök verkefni og fjárútlát.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 12.11.2020 varðandi ástand flugvallarins á Siglufirði og fjölda lendinga á árinu í framhaldi af bókun 673. fundar bæjarráðs við erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is

Bæjarráð samþykkir vinnuskjalið og felur bæjarstjóra að senda svarið áfram.