Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda - Samtök ferðaþjónustu

Málsnúmer 2010043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 03.11.2020

Lagt fram erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, dags. 13.10.2020 er varðar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Erindið var sent Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.
Bæjarráð bendir á að Fjallabyggð sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talið tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Bæjarráð beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um leið vill bæjarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verða ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur.

Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.