Útivistarbraut og plan fyrir bíla

Málsnúmer 2002032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur - 18.02.2020

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð verði Skógræktarfélaginu innanhandar með að skipuleggja bílaplan og útivistarbrautar fyrir ofan Ólafsfjörð sem mun liggja um svæði skógræktarinnar. Skógræktarfélagið og Skíðafélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér samning um að tengja gönguskíðabraut við útivistarbrautina. Sótt hefur verið um styrki til Eyþings og í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

Einnig er óskað eftir styrk frá Fjallabyggð sambærilegum og þeim sem Skógræktarfélag Siglufjarðar fær.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.