Markaðsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16.01.2019

Skipa þarf vinnuhóp til að vinna drög að markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að kanna hentuga samsetningu vinnuhóps og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12.02.2019

Markaðs- og menningarnefnd leggur fram tillögu um að samsetning stýrihóps um gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar verði með eftirfarandi hætti: Tveir aðilar úr bæjarstjórn, formaður markaðs- og menningarnefndar og tveir aðilar sem hafa reynslu eða menntun á sviði markaðssetningar. Markaðs- og menningarfulltrúi verður starfsmaður stýrihópsins. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 172. fundur - 13.03.2019

Lögð fram tillaga að skipan í vinnuhóp um Markaðsstefnu Fjallabyggðar.

Jón Kort Ólafsson H-lista
Ólafur Stefánsson D-lista
Ægir Bergsson I-lista
Bjarney Lea Guðmundsdóttir
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 29.05.2019

Formaður fór yfir starf stýrihóps um Markaðsstefnu Fjallabyggðar. Áætlað er að hópurinn ljúki störfum í haust.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 04.09.2019

Formaður Markaðs- og menningarnefndar upplýsti fundarmenn um stöðu og vinnu við gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 05.02.2020

Farið yfir lokadrög að tillögu vinnuhóps um markaðsherferð Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur - 18.02.2020

Lögð fram drög að Markaðsstefnu Fjallabyggðar, dags. 30.01.2020 en á 61. fundi Markaðs-og menningarnefndar vísaði nefndin drögum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

Bæjarráð þakkar vinnuhópi um Markaðsstefnu Fjallabyggðar fyrir störf sín.