Bæjarráð Fjallabyggðar

167. fundur 16. apríl 2010 kl. 14:00 - 16:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - sala

Málsnúmer 1004042Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eign sveitarfélagsins að Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði til sölu, með kvöðum um að farið verði í endurbætur á húsnæðinu sem fyrst.

2.Rannsóknir á stangveiðistöðum við strendur Eyjafjarðar

Málsnúmer 1004037Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er erindi frá FS. áhugamannafélagi um ferðamennsku við strandir í Eyjarfirði.  Farið er á leit við sveitarfélagið að það lýsi huga á verkefninu, sé tilbúið að veita ráðgjöf á sínu strandsvæði og aðstoði eftir föngum við að finna sjálfboðaliða til tilraunaveiða.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

3.Samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta

Málsnúmer 1004038Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk frá Eyþingi um tilnefningu fulltrúa í verkefnisstjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga.
Á fundi forsvarsmanna sveitarfélaganna á vegum Eyþings var ákveðið að hvert sveitarfélag tilnefndi einn fulltrúa og einn varafulltrúa til setu í verkefnisstjórninni.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna bæjarstjóra Þóri Kr. Þórisson, sem fulltrúa sveitarfélagsins og Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur bæjarfulltrúa til vara í verkefnisstjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga á vegum Eyþings.

4.Tilboð í félagið Hitaveita Ólafsfjarðar ehf

Málsnúmer 1004053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð í kennitöluna 620702-2930 frá Birgi Ingimarssyni f.h. Taktik ehf.  Tilboðsupphæð er 100.000 m/vsk.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

5.Umsókn um styrk vegna útgáfu á ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Málsnúmer 1004018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem frestað var á 165. fundi bæjarráðs.

Í tilefni að 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur Þjóðlagasetrið á Siglufirði ákveðið að láta skrifa ævisögu hans.
Kostnaður við handrit bókarinnar er áætlaður kr. 13.000.000.
Sótt er um kr. 3.000.000 í styrk frá Fjallabyggð á þremur árum vegna útgáfunnar, þ.e. kr. 1.000.000 á ári frá 2011- 2013.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði kr 500 þúsund næstu þrjú árin 2011 til 2013.

6.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

Í erindi Golfklúbbs Siglufjarðar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld, vegna hugmynda sem GKS hefur látið vinna um uppgræðslu á námu og gerð golfvallar í Hólsdal.
Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum GKS á næsta fundi.

7.Framkvæmdir á sundlaugarsvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 1004019Vakta málsnúmer

48. fundur bæjarstjórnar samþykkti eftirfarandi :

"Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráði verði falið að fara yfir framkvæmdir við sundlaug Ólafsfjarðar með það fyrir augum að kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum nú í sumar m.a. með uppsetningu rennibrautar. Bæjarráð hraði athugun sinni og leggi fyrir bæjarstjórn tillögu á næsta fundi í maí."
Fyrir bæjarráði liggja upplýsingar skipulags- og byggingarfulltrúa um viðbótarkostnað vegna framkvæmda að upphæð 25,9 milljónir. Þar er rennibraut undanskilin.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa framkomnum viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að niðurskurði á framkvæmdum á móti þessari upphæð.

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá og óskar að eftirfarandi sé bókað.
"Í ljósi þess hvernig að verkinu hefur verið staðið þá get ég ekki fallist á þessa viðbót"

8.Starfsmannahald félagsþjónustunnar

Málsnúmer 1003153Vakta málsnúmer

48. fundur bæjarstjórnar vísaði dagskrárlið 40. fundar félagsmálanefndar til bæjarráðs.
Fyrir bæjarráði liggja minnispunktar frá félagsmálastjóra.
Bæjarráð hvetur félagsmálastjóra til að hraða þarfagreiningu fyrir sérfræðiþjónustu á vegum félagsþjónustu og barnaverndar.
Bæjarráð beinir því einnig til félagsmálastjóra að auglýst verði eftir félagsráðgjafa.

9.Vatnsveita, Tjón á riðabreyti

Málsnúmer 1004027Vakta málsnúmer

Vegna tjóns á riðabreyti fyrir vatnsdælustöð Fjallabyggðar á Siglufirði, samþykkir bæjarráð aukna fjárheimild allt að 800 þúsund til kaupa á búnaði.
Kanna þarf tryggingaþátt tjónsins til hlítar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

10.Úthlutun hlunninda

Málsnúmer 1004046Vakta málsnúmer

Rekaviður í Fjallabyggð

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað tæknideildar um úthlutun hlunninda í Fjallabyggð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að íbúum Fjallabyggðar verði gefinn kostur á að hirða rekavið í landi sveitarfélagsins, með þeim skilyrðum að gengið verði vel um svæðið.

11.Fyrirspurn um snjómokstur um páskana

Málsnúmer 1004024Vakta málsnúmer

Í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa Hermanns Einarssonar kemur m.a. fram að tímafjöldi er 64,5 og moksturskostnaður 619 þúsund.

Hvaða daga var mokað og hversu lengi?
1. Skiptingu niður á verktaka og eigin tæki?
2. Skiptingu niður á bæjarhluta?
3. Hversu mikið hefur verið mokað vegna samnings við Vegagerð í hvorum bæjarhluta fyrir sig?

Einnig óska ég eftir svörum hversvegna sumar götur eru mokaðar niður í malbik meðan aðrar götur hafa ekkert verið mokaðar og eru nánast ófærar nefni ég í þessu tilfelli Hólaveg á Siglufirði.
Hermann Einarsson
Bæjarfulltrúi
 
Mokstur á Ólafsfirði, páskar 2010
Laugardaginn 3. apríl.
Vinnustundir á gröfu, 7 klst. kr. 43.918
Vinnustundir á traktor, 7 klst. kr. 42.301
Aðkeypt vinna Árni Helgason ehf 4,5 klst. kr. 59.841
Sveitin var mokuð á laugardag og lokið á Páskadag.
Ekki liggja fyrir reikningar frá Vegagerðinni varðandi helmingamokstur fyrir árið 2010.
Samtals mokstur í Ólafsfirði kr. 146.060.

Mokstur á Siglufirði, páskar 2010
Laugardagur 3. apríl snjómokstur eigið tæki, 12 klst. kr. 132.552
Laugardagur 3. apríl snjómokstur Sölvi Sölva, 6 klst. kr. 42.732
Sunnudagur 4. apríl páskadagur snjómokstur eigið tæki, 10 klst. kr. 111.050.
Mánudagur 5. apríl annar í páskum snjómokstur eigið tæki, 15 klst. kr. 165.690.
Mánudagur 5. apríl annar í páskum snjómokstur Sölvi Sölva, 3 klst. kr. 21.366.
Samtals mokstur í Siglufirði kr. 473.137.

Samtals kostnaður vegna moksturs í Fjallabyggð um páskana 2010 64,5 klst.
kr. 619.197  

Snjómokstur vegna samnings við vegagerð.
Tíma fjöldi vegna snjómoksturs á götum vegagerðar í þéttbýli hefur aldrei verið
skráðir sérstaklega, en tímar vegna snjómoksturs á vegi að skíðasvæði
frá áramótum eru 26 klst. á tæki Fjallabyggðar.
 
Hversvegna  sumar götur eru mokaðar meira en aðrar.
Snjómokstur fer fram eftir reglum sem samþykktar voru í jan 2007 og þær er hægt að nálgast á vef Fjallabyggðar.

Laugardaginn 3. apríl  voru allar götur á Siglufirði, sem eru merktar rauðar mokaðar og stungið var í gegnum nær allar grænu göturnar  þar með talið Hólaveg og flestar gulu en þó ekki allar.
Á páskadag og annan í páskum var á Siglufirði að mestu  mokaðar rauðar götur en þó eitthvað af  grænu og gulu, þar var engin gata alveg ófær en það var þæfingur og þungfært um sumar, það kemur til af því að það var verið að takmarka notkun á leigutækjum, og keyra sem mest á eigin tæki.

12.Fundargerð 773. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1004022Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.