Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 1910139

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 05.11.2019

Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 16.01.2020

Á 627. fundi, 5. nóvember 2019, samþykkti bæjarráð að vísa þeim hluta styrkumsóknar Markaðsstofu Ólafsfjarðar er fjallar um söguskilti til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020.
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknina til umfjöllunar í tengslum við mál nr. 1910038 Styrkumsóknir 2020 - Menningarmál. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að afgreiðslu umsóknar til bæjarstjórnar.