Skógræktarfélag Ólafsfjarðar- Grindarhlið

Málsnúmer 1910014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15.10.2019

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags 04.10.2019 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði verði fært til suðurs að afleggjara upp að Hlíð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við Vegagerðina varðandi tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 03.03.2020

Á 624. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir því að bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar tækju upp viðræður við Vegagerðina um að flytja grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði að afleggjara að Hlíð í framhaldi af erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 04.10.2019.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að Vegagerðin hefur samþykkt að færa grindarhlið neðan Hornbrekku að afleggjara upp að Hlíð í sumarið 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir.