Framlög til stjórnmálasamtaka á árinu 2018

Málsnúmer 1910021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15.10.2019

Lagt fram til kynningar erindi Guðrúnar Jennýjar Jónsdóttur fh. Ríkisendurskoðunar, dags. 10.10.2019 þar sem fram kemur að með lögum nr. 139/2018 hafi verið gerðar breytingar á lögum nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Með breytingalögunum var kveðið á um að sveitarfélögum sé skylt að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006. Skilyrði úthlutunar er að stjórnmálasamtökin hafi uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda.
Þá kemur fram í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006 að á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru skuli úthlutun framlaga fara fram á þann hátt að stjórnmálasamtök fái framlög fyrir síðari hluta þess árs í samræmi við kjörfylgi í ný afstöðnum kosningum.
Ríkisendurskoðun óskar eftir því að sveitarfélagið upplýsi um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Á yfirlitinu þarf að koma fram nafn stjórnmálasamtaka, fjárhæð, nafn, símanúmer og netfang hjá fyrirsvarsmanni viðkomandi stjórnmálasamtaka. Umbeðið yfirlit óskast sent eigi síðar en 24. október 2019.
Þá er jafnframt áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til við greiðslu framlaga á árinu 2019 að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr.laga nr. 162/2006.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.