Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Á réttu róli?

Málsnúmer 1910018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15.10.2019

Lagt fram erindi Svandísar Ingimundardóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2019 þar sem fram kemur að skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Grand hótel Reykjavík 4. nóv. nk. Megináhersla þingsins verður á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvernig núverandi skipan þess og framkvæmd skilar nemendum til að takast á við framtíðaráskoranir. Leitað var til ungmennaráða sveitarfélaga í þessu skyni og fengu þau sendar til sín spurningar til umfjöllunar. Til baka hafa komið margar góðar tillögur og hugmyndir, sem kynntar verða á skólaþinginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.