Bæjarráð Fjallabyggðar

612. fundur 09. júlí 2019 kl. 17:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ólafsvegur 34 - íbúð 302

Málsnúmer 1907005Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.07.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild á íbúð 302 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði. Leigjanda verður boðinn forkaupsréttur af íbúðinni.

Bæjarráð samþykkir söluheimild vegna íbúðar 302, að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra félagsmála og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

2.Ólafsvegur 34 - íbúð 301

Málsnúmer 1907006Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.07.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild á íbúð 301 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði. Leigjanda verður boðinn forkaupsréttur af íbúðinni.

Bæjarráð samþykkir söluheimild vegna íbúðar 301, að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra félagsmála og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

3.Fyrirspurn frá lesanda trolla.is - Hver er aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni.

Málsnúmer 1906039Vakta málsnúmer

Á 612. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna fyrirspurnar Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf. dags. 19.06.2019 er varðar nafnlausa fyrirspurn hlustanda Trölla.is um aðkomu Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni í Ólafsfirði, aðkomu í fjárframlaga, aðstöðu, vinnu o.þ.h.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 04.07.2019 þar sem fram kemur að aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni hafi verið eftirfarandi.

Menningarstyrkur, samþykktur af markaðs- og menningarnefnd kr. 1.000.000.-
Styrkur í formi afnota af Tjarnarborg kr. 287.000.-
Auglýsing kr. 81.840.-
Rútuferðir kr. 78.035.-
Vinna starfsmanna þjónustumiðstöðvar var engin um helgina, þeir komu að undirbúningi sem var ekki frábrugðinn undirbúningi annarra helga þar sem eitthvað er um að vera í Fjallabyggð.
Samtals er aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni því kr. 1.446.875.-

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála í fjarveru deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda svar við fyrirspurninni á hlutaðeigandi aðila, Kristínu Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf.

4.Hvað höfum við gert? Sýningarréttur fyrir skóla

Málsnúmer 1905083Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 03.07.2019 við erindi framleiðanda þáttaraðarinnar, Hvað höfum við gert? sem framleidd er af Sagafilm fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og sýnd var á Rúv á vormánuðum. Vegna áhuga skólakerfisins til þess að nýta þættina til kennslu og í öðru skólastarfi vilja framleiðendur bjóða aðgang að efninu sem fjallar ítarlega um þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir í loftlagsmálum. Reykjavíkurborg hefur þegar tryggt sér afnot af þáttunum til sjö ára. Sveitarfélögum með 1001-3000 íbúa býðst sýningaréttur fyrir alla grunn- og leikskóla sveitarfélagsins til sjö ára á kr. 200.000.-

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að leitað hafi verið álits skólastjóra leik- og grunnskóla. Ekki er líklegt að efnið gagnist leikskólanum mikið en er gagnlegt sem kennsluefni fyrir grunnskólann. Verð til Fjallabyggðar er kr. 248.000- m. vsk. Ekki er ráðrúm á fjárhagsáætlun 2019 fyrir kaup á efninu og leggur deildarstjóri til að kaup á sýningarrétti verði skoðaður í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjóra.

5.Tilboð á skóla- og frístundaakstri 2019-2022

Málsnúmer 1905060Vakta málsnúmer

Á 610. fundi bæjarráðs þann 25. júní sl. samþykkti bæjarráð að ganga til samninga við Akureyri Excursions ehf vegna skóla- og frístundaaksturs 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að hafna tilboði Akureyri Excursions ehf í skóla- og frístundaakstur 2019-2022 þar sem í ljós hefur komið að félagið uppfyllir ekki fyllilega skilyrði útboðsgagna í skóla- og frístundaakstur 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við næst lægstbjóðanda, Suðurleiðir ehf. að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.

6.Staðan í kjaramálum félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna hjá sveitarfélögum í Eyjafirði

Málsnúmer 1907003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Snæbjörnssonar formanns Einingar Iðju, dags. 02.07.2019 varðandi stöðu í kjaramálum félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna hjá sveitarfélögum í Eyjafirði. SGS vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara þann 28. maí sl. og er næsti fundur áætlaður 21. ágúst nk.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur félög og sambönd um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september nk. og samið hefur verið um innágreiðslu upp á kr. 105.00 fyrir 100% starfshlutfall. Ríkissáttasemjari hafði milligöngu fyrir SGS um hvort slíkt stæði félagsmönnum Einingar-Iðju til boða en fékk neitun þar sem deilunni hafði verið vísað til sáttasemjara.
Í ljósi þess að félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa eftir samningi SGS eru einu starfsmenn sveitarfélaga sem ekki fá innágreiðslu 1. ágúst nk. fer Eining-Iðja fram á það að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfar eftir samningi SGS slíka innágreiðslu þann 1. ágúst, kr. 105.000 fyrir 100% starfshlutfall þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.

7.Umsókn um styrk vegna tónleika

Málsnúmer 1907008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurðar Hlöðverssonar, dags. 03.07.2019 þar sem fram kemur að hann hyggst standa fyrir tónleikum í tilefni 70 ára afmælis síns í Siglufjarðarkirkju þann 27. júlí nk.. Aðgangseyrir verður ekki innheimtur af tónleikagestum en tekið verður við frjálsum framlögum sem renna óskipt til Siglufjarðarkirkju.
Óskað er eftir styrk, kr. 40.000.- til þess að greiða laun undirleikara en aðrir flytjendur taka ekki laun fyrir vinnu sína.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við ósk um styrk og bendir á að opnað er fyrir umsóknir um menningarstyrki að hausti fyrir komandi fjárhagsár.

8.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Málsnúmer 1907011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.06.2019 varðandi samráðsskjal S-135/2019 - Skilgreining á mörkum miðhálendisþjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka o.fl.

Fundi slitið - kl. 17:30.