Hvað höfum við gert? Sýningarréttur fyrir skóla

Málsnúmer 1905083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Lagt fram erindi Þrastar Gylfasonar fh. Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Tinnu Jóhannsdóttur fh. Sagafilm, dags. 29.05.2019 þar sem sveitarfélaginu er boðin afnotaréttur af þáttaröðinni, Hvað höfum við gert? sem sýnd hefur verið á RÚV til kennslu á grunn- og leikskólastigi. Um er að ræða 7 ára samning og hefur þegar verið samið við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Sveitarfélögum með 1001-3000 íbúa býðst afnotaréttur til sjö ára á kr. 200.000.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 612. fundur - 09.07.2019

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 03.07.2019 við erindi framleiðanda þáttaraðarinnar, Hvað höfum við gert? sem framleidd er af Sagafilm fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og sýnd var á Rúv á vormánuðum. Vegna áhuga skólakerfisins til þess að nýta þættina til kennslu og í öðru skólastarfi vilja framleiðendur bjóða aðgang að efninu sem fjallar ítarlega um þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir í loftlagsmálum. Reykjavíkurborg hefur þegar tryggt sér afnot af þáttunum til sjö ára. Sveitarfélögum með 1001-3000 íbúa býðst sýningaréttur fyrir alla grunn- og leikskóla sveitarfélagsins til sjö ára á kr. 200.000.-

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að leitað hafi verið álits skólastjóra leik- og grunnskóla. Ekki er líklegt að efnið gagnist leikskólanum mikið en er gagnlegt sem kennsluefni fyrir grunnskólann. Verð til Fjallabyggðar er kr. 248.000- m. vsk. Ekki er ráðrúm á fjárhagsáætlun 2019 fyrir kaup á efninu og leggur deildarstjóri til að kaup á sýningarrétti verði skoðaður í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjóra.