Bæjarráð Fjallabyggðar

568. fundur 21. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skil á lóðum við Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Á 229. fundi skipulags- og umhverfisnefndar vísaði nefndin erindi Róberts Guðfinnssonar dags. 24. júlí 2018 til bæjarráðs þar sem hann f.h. Ýmis fasteignafélags skilar inn lóðum sem félagið fékk úthlutað að Eyrarflöt 7-9, 11-13 og 14-20.

Bæjarráð felur tæknideild að ganga frá samkomulagi um skil á lóðum.

2.Starfslýsing skipulags- og tæknifulltrúa

Málsnúmer 1808045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á starfsheiti tæknifulltrúa tæknideildar ásamt starfslýsingu. Eftir breytingu verður starfsheiti tæknifulltrúa, skipulags- og tæknifulltrúi.

Bæjarráð samþykkir breytt starfsheitið, ásamt starfslýsingu og vísar til annarrar umræðu.

3.Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi.

Málsnúmer 1808044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til stjórnar Ofanflóðasjóðs þar sem óskað er eftir því við stjórnina að haldið verið áfram með lokaframkvæmdir á stoðvirkjum á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir framlagt bréf og felur bæjarstjóra að senda bréfið á stjórn Ofanflóðasjóðs.

4.Golfskáli - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 1808037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna álagningar gatnagerðargjalda á golfskálann við Skarðsveg. Lagt er til við bæjarráð að gatnagerðargjald verði fellt niður við golfskálann en húseigandi greiði önnur gjöld svo sem byggingarleyfisgjald og tengigjöld þar sem bæjarfélagið kom ekki að gatnatengingu skálans við Skarðsveg en vegurinn er í eigu Vegagerðarinnar.

Ekki var gert ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun ársins 2018 og viðauki því óþarfur.

Bæjarráð samþykkir að fella niður gatnagerðargjald á Selvík ehf vegna golfskálans við Skarðsveg og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála úrvinnslu málsins.

5.Nettenging í Leikskálum Siglufirði

Málsnúmer 1808043Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað er leyfis til þess að leigja búnað frá Netkerfi og tölvum til eins árs til þessa að koma netsambandi við Leikskála á Siglufirði í viðeigandi horf. Kostnaður er kr. 215.760. Innifalið í kostnaði er uppsetning búnaðar ásamt allri þjónustu er viðkemur búnaðnum.

Bæjarráð samþykkir að leigja búnað af Netkerfi og tölvum til eins árs.

6.Arctic Coast Way

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer



Á fund bæjarráðs kom Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltúi og kynnti verkefnið Artic Coast Way.

Bæjarráð þakkar Lindu Leu greinagóða kynningu.

Hægt er að kynna sér verkefnið á þessari slóð:
https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw

7.Erindi um heitan pott við sjóinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808028Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Gunnlaugar Helgu Ásgeirsdóttur dags. 14. ágúst 2018, þar sem hún bendir á þann möguleika að nota afrennslið frá skemmunni við Námuveg, Ólafsfirði í heitann pott/fiskikar við sjóinn sem nýst gæti brimbrettafólki á haustin/veturna. Einnig bendir Gunnlaug Helga á þann möguleika að útbúa pottaaðstöðu í fjöruborðinu í Ólafsfirði fyrir almenning á sumrin.

Bæjarráð þakkar Gunnlaugu Helgu fyrir erindið.

8.Tjaldsvæði Ólafsfjarðar að vetri til

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bolla og bedda ehf. þar sem óskað er eftir því að hafa tjaldsvæði í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann eða frá 15. ágúst til 15. maí vegna aukins fjölda húsbíla á veturna.

Bæjarráð þakka Bolla og bedda erindið og vísar því til umsagnar fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð bendir á að opnunartíminn er til 15. september ár hvert.

9.Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. ágúst 2018, frá Helenu Aspelund umsækjanda um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggar þar sem hún óskar eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmála að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

10.Gagnatorg - Capacent

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Capasent dags. 14. ágúst 2018 er varðar nýtt Gagnatorg fyrir sveitarfélög sem fyrirtækið hefur hafið markaðssetningu á.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229

Málsnúmer 1808004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Tæknifulltrúa falið að uppfæra tillöguna í samráði við Vegagerðina og koma þannig til móts við athugasemdir þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem aðliggjandi lóðarhöfum er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin samþykkir að staðsetja ærslabelginn á Blöndalslóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Tæknideild falið að láta fjarlægja undirstöðurnar. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Lagður fram tölvupóstur milli Harðar og Konráðs, formanns nefndarinnar þar sem sátt hefur náðst um málið milli hagsmunaaðila og lögreglu. Losun á póstbílnum mun fara fram við norðurhlið pósthússins en í undantekningartilfellum við suðurhlið hússins. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um stöðuleyfi fyrir gáminn við gámasvæðið á Vesturstíg. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Lagt fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Tæknideild falið að skoða kostnað við uppsetningu flokkunartunna og falið að kaupa tunnur og setja upp ef fjárhagur leyfir. Að öðrum kosti að gera tillögu inn í fjárhagsáætlun fyrir 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin hafnar þeirri staðsetningu sem lögð er fram í erindinu þar sem hún er á gangstétt og kemur til með að hefta aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið. Tæknideild falið að vinna að úrlausn málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að stöðugt er unnið að því að fegra umhverfið og heldur sú vinna áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Sumarið 2015 var sett upp stöðvunarskylda til að auka umferðaröryggi á umræddum gatnamótum. Ef setja á upp spegil við gatnamótin þyrfti að breyta þeim aftur í biðskyldu þar sem spegill myndi hvetja til þess að stöðvunarskylda yrði ekki virt. Nefndin þakkar framlagða ábendingu og felur tæknideild að vinna að betra umferðaröryggi á umræddum gatnamótum. Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15. ágúst 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 229. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 568. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.