Erindi um heitan pott við sjóinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 568. fundur - 21.08.2018

Lagður fram tölvupóstur Gunnlaugar Helgu Ásgeirsdóttur dags. 14. ágúst 2018, þar sem hún bendir á þann möguleika að nota afrennslið frá skemmunni við Námuveg, Ólafsfirði í heitann pott/fiskikar við sjóinn sem nýst gæti brimbrettafólki á haustin/veturna. Einnig bendir Gunnlaug Helga á þann möguleika að útbúa pottaaðstöðu í fjöruborðinu í Ólafsfirði fyrir almenning á sumrin.

Bæjarráð þakkar Gunnlaugu Helgu fyrir erindið.