Golfskáli - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 1808037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 568. fundur - 21.08.2018

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna álagningar gatnagerðargjalda á golfskálann við Skarðsveg. Lagt er til við bæjarráð að gatnagerðargjald verði fellt niður við golfskálann en húseigandi greiði önnur gjöld svo sem byggingarleyfisgjald og tengigjöld þar sem bæjarfélagið kom ekki að gatnatengingu skálans við Skarðsveg en vegurinn er í eigu Vegagerðarinnar.

Ekki var gert ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun ársins 2018 og viðauki því óþarfur.

Bæjarráð samþykkir að fella niður gatnagerðargjald á Selvík ehf vegna golfskálans við Skarðsveg og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála úrvinnslu málsins.