Bæjarráð Fjallabyggðar

889. fundur 04. september 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá félagsfundi KF sem hann sótti fyrir hönd Fjallabyggðar þann 2.september s.l.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og skila inn tillögum um hugsanlega framvindu þess m.t.t. útfærslu, kostnaðar, staðsetningu og fleira. Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði áfram unnið í góðri sátt við KF og aðra aðila innan íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð.

2.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka

Málsnúmer 2508042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um tækifærisleyfi til áfengisveitinga á Hornbrekku vegna Kráarkvölds þann 18. september n.k.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

3.Styrkumsókn fyrir árið 2026 - Stígamót

Málsnúmer 2509008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemina fyrir árið 2026
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð vísar umsókn Stígamóta til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026

4.Umsókn um styrk til hátíða og stærri viðburða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2410038Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar og uppgjör á Berjadögum 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá fundi hjá skipulags - og framkvæmdasviði.


Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Málsnúmer 2509004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur dagskrá að afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verður í Hofi á Akureyri þann 15.september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.XIV Umhverfisþing 2025

Málsnúmer 2509006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur dagskrá Umhverfisþings sem haldið verður í Hörpu dagana 15. - 16. september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029

Málsnúmer 2509007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlana 2027 - 2029.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Málsnúmer 2502022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi þar sem komið er á framfæri sjónarmiðum samtakanna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.