Bæjarráð Fjallabyggðar

878. fundur 06. júní 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá skipulags - og framkvæmdasviði um stöðu mála í vatnsveitu frá Múlalind.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði með frekari upplýsingum um kostnað við að klára þær framkvæmdir sem snúa að Múlalind, þ.m.t. kaup á geislatæki og viðunandi uppbyggingu fyrir það, stafræna vöktun á lögninni, fjarlestri á notkun stórnotenda og frágang á svæðinu þar sem ný lögn hefur verið lögð.

2.Erindi frá 4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar - Fegrum Fjallabyggð

Málsnúmer 2505046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi á bæjarstjóra frá 4.bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar sem gerði verkefni um sveitarfélagið og tók fjölmargar myndir af svæðum sem þau óska eftir að verði lagfærð. Í erindinu er þess óskað að bæjarstjóri biðji samfélagið um að hjálpa til við að laga bæinn okkar.
Lýst er yfir ánægju með hoppubelginn, nýjar ruslatunnur, skólalóðina, sundlaugina og grillhyttuna svo eitthvað sé nefnt en þau nefna að það vanti ýmislegt sem væri hægt að setja upp fyrir krakka í Fjallabyggð.
Nokkur atriði sem nefnd eru og að mati þeirra þarf að laga er hreinsun af götum, beyglaðir ljósastaurar, ómálaðar gangbrautir, umhverfi við nýbyggingu á Vallarbraut, setja upp fleiri blóm, laga gangstéttar og götur sérstaklega fyrir gamla fólkið, laga opin svæði og ýmislegt fleira.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar 4. bekk fyrir erindið og fagnar frumkvæði þeirra og ábendingum um það sem betur má fara í umhverfismálum og fleiru í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir þeim verkefnum sem mögulegt er og bent er á í erindinu og tekur jafnframt undir beiðni 4.bekkjar um að samfélagið allt hjálpi til við að hafa nærumhverfi okkar í Fjallabyggð í lagi.

3.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-apríl 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 100,02% af tímabilsáætlun. Jafnframt fylgir yfirlit yfir skammtímaveikindi í stofnunum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Staðgreiðsla tímabils - 2025

Málsnúmer 2503033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir apríl 2025. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 122.113.381,- eða 91,3% af tímabilsáætlun 2025. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 2 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerð almannavarnanefndar 2025.

Málsnúmer 2506001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð vorfundar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var 30.maí s.l.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir stjórnar Þjóðlagaseturs

Málsnúmer 2404080Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð stjórnarfundar Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 24. maí sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.