Málsnúmer 2505046Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi á bæjarstjóra frá 4.bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar sem gerði verkefni um sveitarfélagið og tók fjölmargar myndir af svæðum sem þau óska eftir að verði lagfærð. Í erindinu er þess óskað að bæjarstjóri biðji samfélagið um að hjálpa til við að laga bæinn okkar.
Lýst er yfir ánægju með hoppubelginn, nýjar ruslatunnur, skólalóðina, sundlaugina og grillhyttuna svo eitthvað sé nefnt en þau nefna að það vanti ýmislegt sem væri hægt að setja upp fyrir krakka í Fjallabyggð.
Nokkur atriði sem nefnd eru og að mati þeirra þarf að laga er hreinsun af götum, beyglaðir ljósastaurar, ómálaðar gangbrautir, umhverfi við nýbyggingu á Vallarbraut, setja upp fleiri blóm, laga gangstéttar og götur sérstaklega fyrir gamla fólkið, laga opin svæði og ýmislegt fleira.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns