Bæjarráð Fjallabyggðar

819. fundur 02. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:19 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Á 818. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum vegna stjórnsýslu- og rekstrarúttektar. Minnisblað bæjarstjóra um efnistök og umfang úttektarinnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir verkefnalýsingu rekstrar- og stjórnsýsluúttektar og felur henni að leita tilboða og verkáætlana hjá áhugasömum aðilum sbr. minnisblaðið.

2.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2401061Vakta málsnúmer

Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2024 lögð fram til kynningar. Áætlunin var unnin á samræmdu formi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir Húsnæðisáætlun fyrir Fjallabyggð fyrir sitt leyti, en ítrekar fyrri ábendingar um að sniðmát áætlunarinnar tekur ekki nægilega tillit til aðstæðna sveitarfélaga þar sem hlutfall sumarhúsa er hátt. Bæjarstjóra falið að koma ábendingum Fjallabyggðar til HMS og Innviðaráðuneytisins.

3.Akstursþjónusta í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2308058Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað

4.Merki Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401087Vakta málsnúmer

Börn og starfsfólk í Leikskóla Fjallabyggðar hafa hannað nýtt merki fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð óskar Leikskóla Fjallabyggðar til hamingju með nýtt og afar vel heppnað merki.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2401079Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2401097Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401096Vakta málsnúmer

Auglýsing Lánasjóðs sveitarfélaga eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um fund með bæjar- eða sveitarstjórn

Málsnúmer 2401098Vakta málsnúmer

Erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn eftir miðjan febrúar.
SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og viljum við því endurtaka leikinn.
Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Beiðninni vísað til bæjarstjórnar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 143. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 152. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Einnig fundargerðir 1. og 2. fundar starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir 1. og 2. fundar starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:19.