Bæjarráð Fjallabyggðar

832. fundur 24. maí 2024 kl. 10:00 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Stjórnsýslu og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi skýrsla Strategíu vegna stjórnsýslu- og rekstrarúttektar á Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar og umræðu. Bæjarráð vísar úttektinni til bæjarstjórnar til frekari vinnslu og ákvörðunar um næstu skref.

2.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2303040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útboðslýsing vegna vátryggingaútboðs Fjallabyggðar 2024-2026. Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í vátryggingaþjónustu fyrir bæjarfélagið og tengda aðila. Þau atriði sem hér eru boðin út eru nánar skilgreind í verklýsingu og sundurliðuðu tilboðsskjali. Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar óskar eftir heimild til að bjóða út vátryggingar bæjarfélagsins skv. útboðslýsingunni.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála heimild til útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar skv. fyrirliggjandi útboðslýsingu.

3.Sumarlokun bæjarskrifstofu 2024

Málsnúmer 2405048Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem hann óskar eftir heimild til þess að tilkynna um lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa starfsmanna frá 8. júlí til og með 21. júlí 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu að lokun bæjarskrifstofu Fjallabyggðar og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að auglýsa lokunina á heimsíðu sveitarfélagsins.

4.Loftslagsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401077Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu verkefnatillögur og drög að samstarfssamningi frá ReSource ehf. vegna vinnu við grænt bókhald og loftslagsstefnu Fjallabyggðar. Málið var tekið fyrir á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þar sem tæknideild er falið að vinna málið áfram.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Starfshópur um úrgangsmál í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2312023Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi 3. fundargerð starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2312022Vakta málsnúmer

Með fundaboði bæjarráðs fylgdi skýrsla um niðurstöður starfshóps um komur skemmtiferðaskipa.
Hópurinn hittist á þremur vinnufundum. Allir skipaðir aðalmenn mættu til þeirra funda sem haldnir voru. Anita Elefsen mætti á einn fund og deildi með hópnum sinni sýn á hvernig staðan er í dag og þær úrbætur sem hún telur þörf á. Hafnarstarfsmenn deildu einnig með hópnum sínum hugmyndum að endurbótum. Hópurinn leitaðist við að ná utan um stöðuna eins og hún blasir við í dag og mynda sér skoðun á hvert sveitafélagið ætti að stefna með þennan málaflokk. Að lokum voru settar fram tillögur að aðgerðum.
Starfshópinn skipa: Tómas Atli Einarsson formaður, Arnar Þór Stefánsson, Þorgeir Bjarnason og Sigríður Ingvarsdóttir
Vísað til nefndar
Bæjarráð felur tæknideild að kostnaðarmeta færslu á svokallaðri „tenderbryggju“ og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs, en vísar að öðru leyti tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.

7.Ársreikningur 2023

Málsnúmer 2405051Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að ársreikningi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2023, sem sendur er til kynningar á öll aðildarsveitarfélög samtakanna. Í samræmi við samþykktir samtakanna verður ársreikningur í kjölfarið samþykktur af stjórn samtakanna og síðan lagður fram á aðalfundi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Hverfisgata 8

Málsnúmer 2405025Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Halarónni ehf vegna Hverfisgötu 8. Jafnframt fylgdu umsagnir byggingarfulltrúa og Slökkviliðs Fjallabyggðar.
Synjað
Sveitarfélagið getur ekki samþykkt framlagða umsókn um veitingu rekstrarleyfis gistingar í flokki II, í ljósi nýsamþykktra breytinga á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar kemur fram að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Húsnæðið sem um ræðir er íbúðarhúsnæði í skilgreindri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi og samræmist starfsemin því ekki skipulagi Fjallabyggðar. Að auki eru framkvæmdir við endurbyggingu hússins enn í gangi eins og fram kemur í umsögnum slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

9.Umsókn um græna styrki

Málsnúmer 2309154Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Björns Jónssonar vegna grillhúss sem til stendur að reisa í Hvanneyrarskál. Óskað er eftir viðbótarframlagi að fjárhæð kr. 390.000 í tengslum við lokafrágang.
Synjað
Í ljósi þess að búið er að loka fyrir styrkumsóknir þá er erindinu hafnað. Umsækjanda er bent á að aftur verður opnað fyrir umsóknir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

10.Starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2312021Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu 6. og 7. fundargerð starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 63. fundar stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.