Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

125. fundur 17. apríl 2023 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Bryndís Þorsteinsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd heimsækir stofnanir á Siglufirði sem undir sviðið heyra.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Fræðslu- og frístundanefnd heimsótti starfsstöð Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála og naut leiðsagnar leikskólastjórnenda, Olgu Gísladóttur og Kristínar Maríu Hlökk Karlsdóttur um starfsstöðina. Þá heimsótti nefndin starfsstöð Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á Siglufirði og naut leiðsagnar Skarphéðins Þórssonar forstöðumanns um húsnæðið. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að taka saman punkta um heimsóknina fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.