Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

126. fundur 08. maí 2023 kl. 16:30 - 19:45 í Grunnskóla Fjallabyggðar - Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar - sumar 2023

Málsnúmer 2304061Vakta málsnúmer

Opnunartími íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sumar 2023 kynntur.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir áætlun um sumaropnun íþróttamiðstöðvarinnar og ýmis önnur mál tengd henni.

2.Skóladagatöl 2023-2024

Málsnúmer 2303054Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans og Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjórar fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans, eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Olweuskönnun 2023 - niðurstöður

Málsnúmer 2304059Vakta málsnúmer

Olweuskönnun var lögð fyrir 5.-10.bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar snemma árs 2023.
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Olweuskönnun var lögð fyrir 5.-10. bekk snemma árs 2023. Mælitala fyrir einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar er nú 3,2 en einelti í Olweusskólum á landsvísu mælist 5,9. Eineltisteymi grunnskólans hefur þegar unnið markvisst að viðbrögðum við niðurstöðunum.

4.Niðurstöður Skólapúls - starfsmannakönnun Grunnskóla Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2305011Vakta málsnúmer

Starfsmannakönnun Skólapúlsins var lögð fyrir í Grunnskóla Fjallabyggðar í mars 2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var lögð fyrir í mars síðastliðinn og var svarhlutfall 87,7%. Niðurstöður lagðar fram til kynningar og umræðu.

5.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd heimsækir stofnanir sem heyra undir sviðið. Að þessu sinni er starfsstöð Grunnskóla Fjallabyggðar Siglufirði, heimsótt og skoðuð.
Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu Siglufirði, undir leiðsögn Erlu Gunnlaugsdóttur skólastjóra.

6.Hinsegin fræðsla í grunnskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer

Bréf hefur borist fræðslu- og frístundanefnd frá Samtökum 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bréfið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.