Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

123. fundur 20. mars 2023 kl. 16:30 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði stofnana í Ólafsfirði, sem heyra undir nefndina. Farið var í heimsókn í Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði grunnskólans við Tjarnarstíg Ólafsfirði undir leiðsögn Guðrúnar Unnsteinsdóttur deildarstjóra eldri deildar og staðgengils skólastjóra. Þá skoðaði nefndin húsnæði leikskólans við Ólafsveg í Ólafsfirði undir leiðsögn Olgu Gísladóttur skólastjóra leikskólans. Að lokum skoðaði nefndin húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði undir leiðsögn Skarphéðins Þórssonar forstöðumanns.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar gestgjöfum kærlega fyrir góða leiðsögn, gagnlegar ábendingar og kynningu á húsnæði.
Sambærileg heimsókn verður í fræðslustofnanir og íþróttamiðstöð á Siglufirði eftir páska.

2.Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi

Málsnúmer 2303039Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sagt upp starfi sínu við leikskólann.
Lagt fram til kynningar
Uppsögn skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar á starfi sínu lögð fram til kynningar. Starfslok skólastjóra verður 30. júní nk. Staðan verður auglýst á næstunni.

Fundi slitið - kl. 18:30.