Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

297. fundur 29. mars 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 46

Málsnúmer 2303010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Brynhildur Baldursdóttir og Vilmundur Ægir Eðvarðsson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hvanneyrarbraut 46, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.03.03.2023.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en vesturmörk færast að fyrirhugaðri gangstétt samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar.

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 21 Siglufirði

Málsnúmer 2303036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal og Karen Lísa Hlynsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hverfisgötu 21, Siglufirði. Einnig óskað eftir stækkun lóðar til suðurs þannig að suðurmörkin verði hornrétt á götulínu Hverfisgötu skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags. 15.3.2023
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 18 Siglufirði

Málsnúmer 2303048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Guðný Helga Kristjánsdóttir og Garðar Hvítfeld Jóhannesson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Túngötu 18, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.20.03.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 59 Siglufirði

Málsnúmer 2303064Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Steinn Elmar Árnason sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hólaveg 59, Siglufirði. Einnig sótt um breytingu á lóðarmörkum í samræmi við framlagt lóðarblað þar sem lóðarmörk færast um 2m til norðurs, lóð minnkar til vesturs og suðurmörkum breytt í samræmi við notkun.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og þau lóðarmörk sem lagt er til á meðfylgjandi lóðarblaði tæknideildar að undanskyldri tillögu að lóðarmörkum sem hliðrað er til norðurs um 2 metra. Nefndin samþykkir að hliðrun norðurmarka séu stækkuð sem nemur hluta garðskúrs sem stendur utan lóðarmarka með það að markmiði að ganga sem minnst á lóðina Hólaveg 61 sem er hugsuð sem framtíðar byggingarlóð.

5.Færsla á lóðinni Flugvallarvegur 1 Siglufirði

Málsnúmer 2303016Vakta málsnúmer

Lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 7.3.2023, þar sem lóðin Flugvallarvegur 1 undir spennistöð Rarik er færð sunnar á flugvallarsvæðið en núgildandi lóðarleigusamningur gerir ráð fyrir.
Samþykkt
Nefndin samþykkir færslu lóðarinnar í samræmi við framlagt lóðarblað.

6.Fyrirspurn vegna lóðar á Hávegi 59

Málsnúmer 2303014Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Arnari Ingólfssyni vegna lóðarinnar Hávegar 59.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að endurskoða verklag við mokstur á Hávegi með það að markmiði að snjór sé ekki ruddur á lóðina Háveg 59.

7.Beiðni um beitarhólf

Málsnúmer 2303012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haralds Björnssonar dags. 6.3.2023 þar sem sótt er um aukið land til beitar fyrir kindur hans. Óskað er eftir núverandi félagshólfi hestamanna.
Synjað
Erindi hafnað með vísan til gildandi samnings Fjallabyggðar við hestamannafélagið Glæsi.

8.Umsókn til skipulagsfulltrúa-lagning á heitu vatni að gámi við Norðurtanga

Málsnúmer 2303035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Laken-Louise Hives f.h. Sigló Sea ehf. þar sem sótt er um að heitt vatn verði lagt að skipagámi á Norðurtanga sem hýsir kajakaðstöðu fyrirtækisins. Kosnaður yrði greiddur af umsækjanda. Einnig óskað eftir að koma á fund nefndarinnar til að ræða þessi mál.
Nefndin þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá forsvarsmenn Sigló Sea ehf. á næsta fund nefndarinnar.

9.Samþykki landeiganda á jarðspennistöð við Garðsárvirkjun í Ólafsfirði

Málsnúmer 2303037Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Rarik um að koma fyrir jarðspennistöð við Garðsárvirkjun í Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að samkomulagi milli Rarik og landeiganda um lagningu jarðstrengja.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

10.Þétting byggðar - deiliskipulag

Málsnúmer 2303026Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 14.mars sl. þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að útbúa forgangsröðun við deiliskipulagsvinnu svæða sem þegar hafa verið auglýst sem lausar íbúðahúsalóðir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram vinnuskjal nefndarinnar þar sem farið er yfir forgangsröðun í deiliskipulagsvinnu með þéttingu byggðar að leiðarljósi.

11.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun nefndarinnar frá 1. mars sl. eru lagðar fram tillögur tæknideildar að framtíðarstaðsetningum grenndargáma í íbúðarhverfum sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar tæknideild fyrir framlagðar tillögur og tekur málið upp að nýju þegar tegund grenndargáma liggur ljós fyrir.

12.Staðsetning minnisvarða um síldarstúlkur.

Málsnúmer 2303058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Möller f.h. RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, dags. 14.3.2023. Í erindinu er verkefni um minnismerki síldarstúlkunar kynnt og óskað eftir leyfi nefndarinnar fyrir staðsetningu listaverksins á bryggjustúf sem fyrirhugað er að byggja til móts við Gránu. Einnig óskað eftir frekara samráði um þann feril sem þarf til að bæjaryfirvöld veiti tilskilin leyfi fyrir staðsetningu og uppsetningu verksins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið. Nýr bryggjustúfur þarf að samræmast deiliskipulagi svæðisins. Tæknideild falið að vinna breytingu á fyrirliggjandi skipulagsuppdrætti deiliskipulags Snorragötu og auglýsa aftur í samræmi við skipulagslög.

13.Beiðni um að láta framkvæmda staðbundið hættumat í Skeggjabrekku

Málsnúmer 2303065Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Helga Jóhannssonar dags. 20.3.2023 þar sem beðið er um heimild nefndarinnar til að óska eftir því við ofanflóðadeild Verðurstofu Íslands að framkvæma staðbundið hættumat vegna ofanflóða á svæði sem er neðan og norðan við golfskálann í Skeggjabrekku. Komi til þess að umrætt svæði verði að hluta eða öllu leyti innan þeirra marka sem sett eru sem viðmið um ofanflóðahættu mun umsækjandi í framhaldi óska eftir leyfi til að láta deiliskipuleggja svæðið. Hugmyndir eru uppi um að byggja smáhýsi á svæðinu til útleigu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir heimild til að láta framkvæma staðbundið hættumat.

14.Lóðarumsókn dregin til baka - Sjávargata 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 2301037Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stefáni Snæ Ágústssyni f.h. Palo Arctic slf. þar sem lóðarumsókn vegna Sjávargötu 2 í Ólafsfirði er dregin til baka.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Sjávargata 2 er laus til umsóknar að nýju.

15.Uppfærsla forgangsreglna við snjómokstur

Málsnúmer 2303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar og uppfærðar forgangsreglur við snjómokstur í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Vísað til kynningar í bæjarráði.

16.Málefni þjóðlendna

Málsnúmer 2303077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð forsætisráðuneytisins þar sem fjallað verður um málefni þjóðlendna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra tæknideildar falið að kynna málið fyrir fjallskilanefnd.

17.Fegrum Fjallabyggð 2023-2024

Málsnúmer 2302014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður íbúakosinga vegna verkefnisins Fegrum Fjallabyggð 2023-2024. Alls tóku 21% íbúa 15 ára og eldri þátt í kosningunni. Framgangur verkefna sem hlutu kosningu verður miðlað til íbúa reglulega á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Valin verkefni verða framkvæmd á árunum 2023-2024.

Fundi slitið - kl. 18:00.