Bæjarstjórn Fjallabyggðar

235. fundur 09. nóvember 2023 kl. 17:00 - 18:49 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2311011Vakta málsnúmer

Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) á Tröllaskaga hélt kynningu um auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra.
Bæjarstjórn þakkar Önnu Lind fyrir kynninguna. Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. Forseta bæjarstjórnar falið að ræða við SSNE um framvindu málsins.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023.

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 20 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 9

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 2.2 2309040 Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokað útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð. Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir umsögnina og tekur undir ábendingar varðandi mikilvægi þess að lágmarka safnhauga eins og kostur er. Þá óskar bæjarráð eftir að tæknideild geri tillögu að viðbót við forgangsreglur moksturs- og hálkuvarna með því að gera drög að sérstökum kafla um forgangsröðun moksturs á göngustígum og gangstéttum og leggja fyrir skipulag- og umhverfisnefnd. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 2.3 2211098 Viðhaldsmál í Skálarhlíð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023. Í samræmi við tillögu deildarstjóra þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 2.4 2212025 Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023. Bæjarráð samþykkir í samræmi við tillögur tæknideildar að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 2.9 2310020 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna tækifærisleyfis. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20. október 2023.

Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 3.2 2211098 Viðhaldsmál í Skálarhlíð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20. október 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka og afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 3.3 2309040 Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20. október 2023. Bæjarráð í samræmi við minnisblað deildarstjóra tæknideildar samþykkir niðurstöður útboðsins. Málinu vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27. október 2023.

Málsnúmer 2310008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 6 og 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 13. lið fundargerðarinnar.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
 • 4.2 2310050 Samkomulag um rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27. október 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 4.6 2309164 Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði - tilnefning í verkefnahóp
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27. október 2023. Bæjarráð tilnefnir Sæbjörgu Ágústsdóttur sem aðalmann og Tómas Atla Einarsson sem varamann í verkefnahópinn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 4.7 2310053 Umsókn um rekstrarleyfi gistingar fl II - Lindargata 20b
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27. október 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 3. nóvember 2023.

Málsnúmer 2310011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4 og 15.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "3210052 - Ólafsvegur 4". Einnig lagt til að vísa 4. lið fundargerðarinnar til 10. sérliðar þessa fundar, "2212025 - Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs". Samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 7. lið fundargerðinnar.
 • 5.1 2310067 Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 3. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2024 til umfjöllunar og afgreiðslu fastanefnda. Tillögunni er einnig vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar þann 27. nóvember næstkomandi og beinir bæjarráð því til formanna nefnda og deildarstjóra að nefndirnar ljúki umfjöllun og afgreiðslum sínum fyrir 17. nóvember. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 5.15 2310072 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 3. nóvember 2023. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
  Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 20. október 2023.

Málsnúmer 2310005FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í sjö liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 6.6 2310037 Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 20. október 2023. Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 1. nóvember 2023.

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 • 7.2 2310042 Suðurgata 80 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 1. nóvember 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.
 • 7.4 2206058 Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 1. nóvember 2023. Erindi samþykkt. Heimild sveitarfélagsins gildir einnig til 1.apríl 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 1. nóvember 2023.

Málsnúmer 2310010FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í níu liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir 8. lið fundargerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að skipaður verði starfshópur um framtíðarsýn sveitarfélagsins á móttöku skemmtiferðaskipa og farþega, svo sem markaðssetningu, greiningu þjónustuinnviða og afþreyingu fyrir farþega. Starfshópnum er ætlað að hefja störf í upphafi árs 2024 og skila af sér afurð fyrir 31. mars 2024.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Stjórn Hornbrekku - 37. fundur - 6. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

10.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Á 810. fundi bæjarráðs var lagt til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu í Fjallabyggð. Lagt var til að hópurinn myndi skila greinargerð til bæjarstjórnar.
Greinargerð starfshópsins tekin fyrir.

Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn felur starfshópnum að skila mótuðum tillögum um fyrirkomulag og rekstur flokkunarstöðva og grenndarstöðva til framtíðar, ásamt því að fara yfir gjaldskrár. Starfshópnum er gert að skila stöðuskýrslu fyrir páska.
Starfshópinn skipa: Arnar Þór Stefánsson (formaður), Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Ármann Viðar Sigurðsson.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Ólafsvegur 4

Málsnúmer 2310052Vakta málsnúmer

Á 810. fundi bæjarráðs var samþykkt að taka tilboði Samhúss ehf. í Ólafsveg 4. Bæjarstjóra var heimilað að rita undir tilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð með 7 greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:49.