Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

148. fundur 31. ágúst 2023 kl. 16:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Akstursþjónusta í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2308058Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir verkefnum akstursþjónustu Fjallabyggðar. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og telur það mikið framfara skref í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara sem þurfa á þessari þjónustu að halda.

2.Gott að eldast, aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 2306020Vakta málsnúmer

Frestur til að sækja um þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu hefur verið framlengdur til og með 14. september nk. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu fyrr í sumar eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samþættingu er átt við að rekstur þjónustunnar sé á einni hendi, jafnt mannafla- sem fjármálastjórn. Fjallabyggð mun skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu.

3.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Umræður um helstu verkefni félagsmáladeildar undanfarið og fram undan.

4.Hátindur 60+

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fór yfir verkefnastöðu Hátinds 60 . Í sumar voru haldnar vinnustofur með starfsólki HSN í Fjallabyggð og vinnustofa í samstarfi við Norrænu velferðarmiðstöðina. Yfirskrift stofunnar var “Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu þvert á skipulagsheildir?. Haustdagsrá Hátinds verður auglýst á næstu dögum.

Fundi slitið - kl. 17:00.