Öldungaráð Fjallabyggðar

7. fundur 18. apríl 2023 kl. 16:00 - 17:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi öldungaráðs

Málsnúmer 2304032Vakta málsnúmer

Rætt um starfsemi öldungaráðs, tilgang og hlutverk ráðsins. Einnig gerðu fulltrúar félaga eldri borgara grein fyrir starfsemi félaganna, undanfarið og framundan. Ákveðið að boða forsvarsmenn Bæjarstjórnar Fjallabyggðar á næsta fund ráðsins.

2.Hátindur 60

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins, Hátinds 60 plús og urðu fjörlegar umræður um verkefnið. Fulltrúar félaga eldri borgara lögðu áherslu á að félögin yrðu höfð með í ráðum varðandi framvindu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 17:30.