Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

144. fundur 03. mars 2023 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Takmarkanir á tóbaksreykingum í Skálarhlíð

Málsnúmer 2302079Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði breyting á 7. lið húsreglna Skálarhlíðar, sem er svo hljóðandi: ,, Reykingar eru ekki heimilar í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
Breytingartillagan er svo hljóðandi: ,,Reykingar eru stranglega bannaðar inn í íbúðum og í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
Auk þess er lagt til breytingar á 1. lið, "Sérstaklega skal gæta að húsfriði milli klukkan 22:00 og 07:00". Var 23:00 og 07.00. Við bætist 12. liður: 12. "Ef ágreiningur verður varðandi ofangreint verður send áminning sem er undanfari riftunar".

2.Hátindur 60+

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Greint var frá stöðu verkefnisins Hátindur 60 og hvað hefur áunnist síðustu misseri. Ákveðið er að halda opinn kynningarfund um verkefnið Hátind 60 í Fjallabyggð nú í mars og verður fundurinn auglýstur. Hátindur 60 er heiti á þórunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Staða og framvinda verkefnisins kynnt fyrir nefndinni. Helga Helgadóttir, ráðgjafi félagsþjónustunnar er innleiðingarstjóri verkefnisins í Fjallabyggð. Stofnað hefur verið innleiðingarteymi sem í situr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, ráðgjafi félagsþjónustu, fulltrúar leikskóla og grunnskóla. Skipaðir hafa verið tengiliðir á öllum þjónustustigum; heilsugæslu, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og félagsþjónustu ásamt því sem skipaður hefur verið málstjóri. Upplýsingar um "Farsæld barna í Fjallabyggð" munu birtast á heimasíðu Fjallabyggðar og heimasíðum annarra þjónustuaðila innan skamms. Innleiðingarteymið mun funda með Barna- og fjölskyldustofu á næstu dögum. Staða verkefnisins í Fjallabyggð er heilt yfir í góðum farvegi.

4.Breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara

Málsnúmer 2302078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.