Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

31. fundur 28. janúar 2025 kl. 15:00 - 15:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björn Kjartansson fulltrúi eldri borgara
  • Anna Þórisdóttir fulltrúi ÚÍF
  • Harpa Hlín Jónsdóttir fulltrúi heilsugæslu
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
María Bjarney Leifsdóttir boðaði forföll, ekki náðist að boða varamann hennar.

1.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2025

Málsnúmer 2410008Vakta málsnúmer

Fjallabyggð sótti um styrk í Lýðheilsusjóð. Farið yfir verkefnið.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Umræða um starfið á árinu.
Lagt fram til kynningar
Nefndarmenn veltu fyrir sér hvað hægt er að gera á árinu í nafni heilsueflandi samfélags. Hugmyndir komu upp eins og að bjóða upp á samfélagsgöngu í sumar í samstarfi við Ferðafélagið Trölla og bjóða upp á golfkennslu fyrir íbúa. Þá vill stýrihópurinn vekja athygli íbúa Fjallabyggðar á að Landsmót 50 verður haldið í Fjallabyggð síðustu helgina í júní 2025. Stýrihópurinn hvetur íbúa til að taka helgina frá og taka þátt í mótinu.

Fundi slitið - kl. 15:45.