Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

25. fundur 16. febrúar 2023 kl. 15:00 - 16:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Ingvar Guðmundsson fulltrúi eldri borgara boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Lífshlaupið 2023

Málsnúmer 2301065Vakta málsnúmer

Lífshlaupið 2023 stendur yfir. Það hófst 1. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar
Lífshlaupið 2023 stendur yfir. Lífshlaupið er eitt af árlegum landsátökum. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hvetur íbúa til hreyfingar hverju nafni sem hún nefnist og til að nýta sér það sem í boði er fyrir almenning hjá íþróttafélögum eða öðrum aðilum.

2.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Umræða um starf stýrihópsins.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur hug á að halda úti opnum tímum í íþróttahúsum Fjallabyggðar í marsmánuði. Til reynslu verður settur upp einn tími í viku í hvoru íþróttahúsi. Um verður að ræða opna hreyfitíma fyrir íbúa 30 ára og eldri. Settar verða upp mismunandi hreyfistöðvar en reynt verður að hafa hreyfiframboð sveigjanlegt þannig að það henti sem flestum. Opnu hreyfitímarnir verða auglýstir fljótlega.

3.Fundadagatal nefnda 2023

Málsnúmer 2212052Vakta málsnúmer

Fundadagatal nefnda og ráða Fjallabyggðar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fundadagatal nefnda 2023 lagt fram til kynningar.
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag mun funda á fimmtudögum fram að sumarfríi. Næsti fundur er 23. mars á Siglufirði kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 16:00.