Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

29. fundur 10. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Dagný Sif Stefánsdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Arnheiður Jónsdóttir boðaði forföll. Ekki náðist að boða varamann hennar.

1.Úti allt árið - verkefni heilsueflandi samfélags

Málsnúmer 2310068Vakta málsnúmer

Svar við umsókn um styrk úr Lýðheilsusjóði 2024 hefur borist.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, fyrir hönd Fjallabyggðar, hefur fengið svar við umsókn í Lýðheilsusjóð. Verkefnið Úti allt árið fékk styrk að upphæð 200.000 kr.
Verkefnið er komið af stað. Skíðagöngunámskeið var haldið í janúar fyrir íbúa í báðum byggðarkjörnum. Námskeiðin tókust vel og voru vel sótt. Næstu viðfangsefni er stafagöngunámskeið og að setja af stað gönguhópa í vor og sumarbyrjun.

2.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Rætt um starfið framundan m.a. Vetrarleika UÍF sem stendur til að halda dagana 6.-14. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar
Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) standa nú yfir eða dagana 6. - 14. apríl. Nokkuð mörg aðildarfélög UÍF taka þátt í vetrarleikunum. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag fagnar framtakinu og hvetur íbúa, unga sem aldna, til að taka þátt í því sem íþróttafélögin eru að bjóða upp á.

3.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Stefna um framtíðarsýn og uppbyggingu í íþróttamálum lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti stefnuna fyrir stýrihópnum.

Fundi slitið - kl. 16:00.