Hafnarstjórn Fjallabyggðar

126. fundur 14. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson hafnarstjóri

1.Framtíðarstefnumótun Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram drög að dagsetningum funda vegna verkefnisins ásamt og að fara yfir fundi sem hann hefur átt með ráðgjöfum.
Erindi samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að dagsetningum funda.
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

2.Bráðabirgðarekstraruppgjör 2021

Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram til kynningar og fór yfir bráðabirgðauppgjör vegna rekstrarársins 2021.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

3.Aflatölur 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 11. febrúar 1.217 tonn borist á land í 21 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 1.854 tonn í 54 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 2,3 tonn borist á land í 7 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 3,2 tonnum verið landað í 5 löndunum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

4.Ráðning yfirhafnarvarðar - Drög að auglýsingu.

Málsnúmer 2202021Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram drög að auglýsingu vegna starfs yfirhafnarvarðar en Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður hefur sagt upp störfum með lögbundnum uppsagnarfresti. Einnig upplýsti hafnarstjóri hafnarstjórn um að Kjartan S. Ólafsson hafnarvörður muni láta af störfum í vor fyrir aldurssakir.
Erindi samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar, einnig samþykkir hafnarstjórn að heimila hafnarstjóra að semja við ráðningarstofu um aðstoð við úrvinnslu umsókna.

5.Önnur mál.

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

1. Guðmundur Gauti Sveinsson kom fram með þá hugmynd; að við tilvonandi landtökustað farþega á farþegaskipum verði settur upp skiltavísir sem tilgreinir stefnur og fjarlægðir til ýmissa staða í heiminum. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

2. Samþykkt að á næsta fundi fari fram umræða um uppbyggingu gjaldskrár út frá framtíðarstefnumótun og rekstri hafnar.
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

Fundi slitið - kl. 17:30.