Hafnarstjórn Fjallabyggðar

127. fundur 05. apríl 2022 kl. 16:30 - 17:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Ráðning yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2204009Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og formaður hafnarstjórnar fóru yfir ráðningarferli og lögðu fram samantekt ráðgjafa vegna ráðningar. Að því loknu lagði hafnarstjóri til við fundinn að Friðþjófur Jónsson yrði ráðinn yfirhafnarvörður.

Friðþjófur er með skipstjórnarréttindi og hefur sótt ýmis námskeið, t.d. um öryggismál, námskeið Slysavarnarskóla sjómanna og í tengslum við eld- og sjóbjörgun ásamt og að vera löggiltur vigtarmaður. Friðþjófur hefur stundað sjómennsku nær alla sína starfsævi, lengst af sem yfirstýrimaður og skipstjóri og hefur í gegnum störf sín m.a. öðlast haldgóða þekkingu á höfnum Fjallabyggðar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu hafnarstjóra þess efnis að Friðþjófur Jónsson verði ráðinn yfirhafnarvörður og býður Friðþjóf velkominn til starfa.

2.Endurskoðun - gjaldskrár Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2202049Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá Fjallabyggðarhafna í samræmi við umræður undir liðnum önnur mál á 126. fundi hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn er jákvæð gagnvart þeim breytingum sem lagðar eru til og felur hafnarstjóra að vinna þær áfram, í samræmi við umræður á fundinum, samhliða fjárhagsáætlunarvinnu í haust og leggja fyrir hafnarstjórn.

3.Skiltavísir á landtökustað farþega á farþegaskipum.

Málsnúmer 2202050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skiltavísi ásamt kostnaðaráætlun að fjárhæð 500.000.
Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Hafnarstjórn samþykkir að láta setja upp skiltavísi byggt á framlögðum gögnum og samhliða framkvæmdum vegna nýrrar flotbryggju.

4.Uppsetning flotbryggju vegna farþegaskipa - 2022

Málsnúmer 2204010Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir verkáætlun Köfunarþjónustunnar vegna uppsetningar flotbryggju og tengdra framkvæmda. Áætlað er að bryggjan komi til landsins í 21. viku og að verklok verði í lok 23. viku.

5.Aflatölur 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 4. apríl með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði hafa 1.951 tonn borist á land í 47 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 3.893 tonn í 99 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 57 tonn borist á land í 54 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 37 tonnum verið landað í 25 löndunum.

6.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 2202075Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021.

7.Ytri hafnarmörk

Málsnúmer 2203040Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram til kynningar svör Fjallabyggðarhafna við spurningum Hafnarsambands Íslands er varða áhrif af hugsanlegri lagabreytingu sem hafa mun áhrif á skilgreiningu hafnarsvæða, leitað var svara um hvort umrædd breyting hefði áhrif og þá hvaða.

8.DOKK bókunarkerfi fyrir skemmtiferðaskip

Málsnúmer 2202051Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar tillögu um samning við fyrirtækið Splitti ehf. um aðgang og notkun á bókunarkerfinu Dokk sem þjónar bókunum á skemmtiferðaskipum á milli umboðsaðila og hafna á Íslandi. Einnig lögð fram drög að þjónustusamningi vegna bókunarkerfis. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar er 160.000 og 103.416 vegna árgjalds m.v. 40 skipakomur.
Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að þjónustusamning og felur hafnarstjóra að ljúka málinu miðað við framlagða tillögu og minnisblað.

9.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn þakkar Heimi Sverrissyni fyrir vel unnin störf í þágu Fjallabyggðarhafna og óskar honum velfarnaðar.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022.

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 17:20.