Bæjarstjórn Fjallabyggðar

210. fundur 09. febrúar 2022 kl. 17:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundurinn fór fram í fjarfundi TEAMS en opið var á 2.hæð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, fundarsal, þar sem gefinn var kostur fyrir áhugasama að fylgjast með fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27. janúar 2022.

Málsnúmer 2201008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Undir lið nr.3 tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022.

Málsnúmer 2201011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið nr.5.
 • 2.1 2109032 Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu og verksamningi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.2 2104063 Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasonar í verkið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“ og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.3 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Trésmíði ehf. í verkið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.4 2201046 Suðurgata 4, breytingar á 2 hæð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. í verkið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.9 1801083 Samningar um samstarf sveitarfélaga
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að skipa formann bæjarráðs og bæjarstjóra í samráðshópinn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Stjórn Hornbrekku - 31

Málsnúmer 2201009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31. janúar 2022.

Málsnúmer 2201010FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir tóku til máls undir lið nr.3.
 • 4.2 2106016 Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31. janúar 2022. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

5.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 728. fundi ráðsins.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að skipaður verði starfshópur tveggja kjörinna fulltrúa úr meiri- og minnihluta, sem ásamt bæjarstjóra yfirfari innsendar hugmyndir og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð eigi síðar en í lok febrúar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Tómas A. Einarsson og Jón V. Baldursson í starfshóp sem ásamt bæjarstjóra fari yfir innkomnar hugmyndir um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði í samræmi við bókun bæjarráðs.

6.Regus skrifstofusetur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111046Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir drög að viljayfirlýsingu er varðar opnun skrifstofuseturs í Fjallabyggð, viljayfirlýsingin er unnin í framhaldi af bókun á 209. fundi bæjarstjórnar. Einnig lagði bæjarstjóri fram vinnuskjal og fór yfir mögulega útfærslu á framkvæmd úthlutunar á nýsköpunar-, frumkvöðla- og atvinnuþróunarrými sem yrði í skrifstofusetrinu.

Til máls tóku Elías Pétursson, Helga Helgadóttir, Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.
Tómas Atli Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta bæjarstjórnar.

Um leið og meirihluti D- og I-lista fagnar því að nú hillir undir að í Fjallabyggð verði sett á fót skrifstofusetur með aðstöðu til fjarvinnu og fyrir störf sem unnin eru óháð staðsetningu vinnuveitanda. Þá verður ekki hjá því komist að bregðast við bókun Helga Jóhannssonar H-lista á síðasta fundi bæjarstjórnar enda kom fram í bókuninni ákveðin misskilningur eða rangtúlkun. Í bókun sinni fagnar bæjarfulltrúinn framkomnum áhuga á að setja upp skrifstofusetur í sveitarfélaginu sem og því að sveitarfélagið reyni að styðja við fyrirtækið sem að málinu stendur líkt og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu en segir sig ekki tilbúin til að samþykkja að fjármunir renni úr sjóðum sveitarfélagsins til einkaaðila.

Meirihluti vill að skýrt komi fram að aldrei stóð til að leggja fram fjármuni úr sjóðum sveitarfélagsins til einkaaðila án þess að fyrir kæmu verðmæti, í þessu tilviki skrifstofurými sem nýtt yrði til eflingar nýsköpunar og atvinnuþróunar í Fjallabyggð. Að því sögðu þá er það meirihluta D- og I-lista hulin ráðgáta hvernig bæjarfulltrúinn komst að sinni niðurstöðu, líkt og ráða má af bókun hans, að til stæði að styrkja fyrirtæki með fjármunum sveitarfélagsins til uppsetningar skrifstofuseturs. Ekkert slíkt má ráða af gögnum máls né því sem fram kom í kynningu málsins á fyrrnefndum fundi bæjarstjórnar.

Bókun Helga Jóhannssonar, H - lista
Fyrir liggur á þessum fundi viljayfirlýsing milli Fjallabyggðar og Regus um skrifstofusetur í Fjallabyggð. Áður hefur komið fram hjá undirrituðum að hann fagni þessum áætlunum Regus. Hins vegar stend ég við það að ég er ekki tilbúinn til að samþykkja að allt að 2 milljónir á ári í 2-3 ár renni sem leigugreiðslur í þetta verkefni. Það hlýtur að flokkast sem ákveðið framlag eða styrkur til einkafyrirtækis, alla vega í mínum huga.

Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar og Helga Jóhannssonar framlagða viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

Einnig samþykkir bæjarstjórn með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar og Helga Jóhannssonar að fela bæjarráði að semja drög að úthlutunarreglum vegna nýsköpunar-, frumkvöðla- og atvinnuþróunarrýmis byggt á framlögðu vinnuskjali bæjarstjóra.H-listi óskaði eftir fundarhléi kl.17:50 til 18:10.

7.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á skipan H-lista í hafnarstjórn.

Aðalmaður í Hafnarstjórn verður Andri Viðar Víglundsson, í stað Þorgeirs Bjarnasonar, varamaður verður Þorgeir Bjarnason í stað Jóns Korts Ólafssonar.

Samþykkt
Tillaga Jóns Valgeirs H-lista samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.