Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 05.09.2016

Vísað til nefndar
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 6. júní sl. var til umfjöllunar áskorun UÍF þess efnis að Fjallabyggð verði Heilsueflandi samfélag. Á fundinum var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.
Minnisblað deildarstjóra lagt fram.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði af stað með verkefnið og Fjallabyggð verði aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Berglind Hrönn og Olga Gísladóttur véku af fundi kl. 18:30.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016, var tekin til umfjöllunar áskorun Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar og samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að farið yrði af stað með verkefnið Heilsueflandi samfélag og Fjallabyggð yrði aðili að verkefninu.
135. fundur bæjarstjórnar, 7. september 2016, samþykkti að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. október 2016.

Bæjarráð samþykkir að vísa umfjöllun um verkefnið Heilsueflandi samfélag, til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar bæjarráði og Fjallabyggð til hamingju með að vísa verkefninu heilsueflandi samfélag til gerðar fjárhagsáætlunar og hlakkar til að taka þátt í og stuðla að framgangi verkefnisins.

Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 01.11.2017

Á næstu vikum verður stofnaður stýrihópur til að halda áfram með aðildarumsókn Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Fjallabyggð fékk úthlutuðum styrk frá Lýðheilsusjóði 350.000 kr. á árinu 2017 til verkefnisins og sótt hefur verið um styrk fyrir árið 2018. Stýrihóp verkefnissins er ætlað að gera þarfagreiningu í samfélaginu þar sem óskað verður eftir formlegu samstarfi við skóla, íþróttafélög og heilsugæslu. Í kjölfar þarfagreiningar verður gerð verkefnaáætlun til þriggja eða fjögurra ára.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
Framundan er stofnun stýrihóps fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag og formleg umsókn um þátttöku í verkefninu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til að stofnaður verði 5 manna stýrihópur. Óskað verður eftir að heilsugæslan tilnefni fulltrúa í stýrihópinn, leik- og grunnskólinn sameiginlega einn fulltrúa. Þá verði einn fulltrúi eldri borgara í stýrihópnum og einn fulltrúi frá aðildafélögum UÍF. Þá mun deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála eiga sæti í stýrihópnum fyrir hönd sveitarfélagsins og stýra starfi hans. Stefnt er að fyrsta fundi stýrihóps í lok þessa mánaðar.

Á fundi fræðslu- og frístundanefndar 22. nóvember s.l. lagði nefndin til að í tengslum við innleiðingu á verkefninu Heilsueflandi samfélag verði, við gerð fjárhagsáætlunar, gert ráð fyrir afnotum af tækjasölum íþróttamiðstöðva þar sem boðið verði upp á leiðsögn á notkun heilsuræktartækja og áhalda á afmörkuðum auglýstum tímum.
Ákveðið að frítt verði í ræktina 3 daga í hvorri líkamsrækt. Dagarnir verða auglýstir. Einnig var ákveðið að bjóða upp á leiðsögn á líkamsræktartækin seinnipart þessara daga þar sem leiðbeinendur verða til staðar.

Fræðslu og frístundanefnd leggur til að farið verði í endurskipulagningu á tækjabúnaði líkamsræktarstöðvanna. Þeirri vinnu verði lokið sem fyrst. Þá felur nefndin deildarstjóra og forstöðumanni íþróttamiðstöðva að ræða við formann Kraftlyftingarfélags Ólafsfjarðar um æfingaraðstöðu félagsins.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 1. fundur - 06.02.2018

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags.

Farið var yfir kynningu á Heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu.

Formleg umsókn til Landlæknisembættisins um aðild Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag var fyllt út og verður send embættinu á næstu dögum. Tengiliður samfélagsins við Embætti landlæknis er Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístundar- og menningarmála.

Umsókn fyrir verkefnið inn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2018 var send í lok október 2017.

Framundan er vinna stýrihóps við þarfagreiningu í samfélaginu.

Að tilefni að umsókn sveitarfélagsins að Heilsueflandi samfélagi verða á næstu dögum auglýstir frídagar í líkamsræktum sveitarfélagsins og leiðsögn í notkun líkamsræktartækja. Íbúar eru hvattir til að nýta sér opnunina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 21.02.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið.

Fundargerð fyrsta fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélag lögð fram til kynningar.

Formleg umsókn til Landlæknisembættisins um aðild Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag hefur verið send. Tengiliður sveitarfélagsins við Embætti landlæknis er deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Í tilefni af umsókn sveitarfélagsins eru nú auglýstir fríir dagar í líkamsræktum sveitarfélagsins og sérstakir kynningartímar í spinning og líkamsrækt. Boðið er upp á kennslu á líkamsræktartækin á ákveðnum tímum þessa daga. Leiðbeinendum eru færðar sérstakar þakkir fyrir.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 18. fundur - 18.04.2018

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag fyrir fundarmönnum. Umræða skapaðist um hvaða áhersluþættir innan verkefnisins kæmu unglingum og ungmennum í Fjallabyggð best og voru fundarmenn sammála um að starf til eflingar andlegrar heilsu og forvarnarstarf gegn áfengis- og vímuefnanotkun væru þættir sem mundu efla ungt fólk í Fjallabyggð.