Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

45. fundur 01. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Sæbjörg Ágústsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Úthlutun frítíma í Íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar veturinn 2017-2018

Málsnúmer 1708069Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd hefur farið yfir athugasemdir UÍF á reglum um húsaleigustyrki til aðildafélaga UÍF. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 verði gert ráð fyrir að UÍF fái 4 þriggja mánaða líkamsræktarkort endurgjaldslaust með þeim skilyrðum að kortin séu gefin út á nafn íþróttamanns og tímabil. UÍF sér um útdeilingu korta. Samþykkt var að reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF verði óbreyttar en um helgar geti íþróttafélög óskað eftir frítímum í íþróttasal á opnunartíma íþróttamiðstöðva en þó hafa mót og viðburðir forgang. Ósk um frítíma um helgar þarf að koma fram við útdeilingu frítíma að hausti.
Nefndin samþykkir að boða formann og starfsmann UÍF á desemberfund nefndarinnar þar sem niðurstaða nefndarinnar verður kynnt.

2.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Á næstu vikum verður stofnaður stýrihópur til að halda áfram með aðildarumsókn Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Fjallabyggð fékk úthlutuðum styrk frá Lýðheilsusjóði 350.000 kr. á árinu 2017 til verkefnisins og sótt hefur verið um styrk fyrir árið 2018. Stýrihóp verkefnissins er ætlað að gera þarfagreiningu í samfélaginu þar sem óskað verður eftir formlegu samstarfi við skóla, íþróttafélög og heilsugæslu. Í kjölfar þarfagreiningar verður gerð verkefnaáætlun til þriggja eða fjögurra ára.

3.Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 1710024Vakta málsnúmer

Ályktun frá samráðsfundi FSL lögð fram til kynningar.
Samráðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla (FSL) vill koma á framfæri áhyggjum sínum um stöðu barna á leikskólum landsins. Áhyggjur beinast meðal annars að of lítlu rými, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma, bæði í klukkutímum a dag og fjölda daga á ári. Árið 2016 voru 87,3% nemenda í leikskólum með 8 klst eða lengri dvalartíma en sambærilegt hlutfall var 40,3% árið 1998. Skýrsla OECD sýnir að börn á Íslandi hafa lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári. Félag stjórnenda leikskóla hvetja foreldra, sveitarstjórnir og atvinnulífið til að standa vörð um velferð barna og finna leiðir til að bæta aðstöðu þeirra nú og til framtíðar.

4.Hvatningarbréf - Dagur gegn einelti 8 nóvember 2017

Málsnúmer 1710099Vakta málsnúmer

Menntamálastofnun minnir á að 8. nóvember n.k. er Dagur gegn einelti sem helgaður er baráttunni gegn einelti í skólum.
Menntamálastofnun hvetur skóla til að deila þeim verkefnum sem unnin eru í tilefni dagsins með stofnuninni.
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur til þess að afrakstur skólanna í tilefni dagsins verði deilt með Menntamálastofnun og á heimasíðu skólanna.

Fundi slitið - kl. 18:30.