Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

18. fundur 27. ágúst 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Árni Sæmundsson varamaður, F lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.Sjómannadagurinn 2015

Málsnúmer 1507003Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram uppgjör fyrir sjómannadagshátíðina sem haldin var í byrjun júní sl.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar fyrir framlagðar upplýsingar og óskar þeim til hamingju með glæsilega dagskrá.

2.Blúshátíð 2015

Málsnúmer 1507016Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram greinargerð og uppgjör frá Jassklúbbi Ólafsfjarðar vegna Blúshátíðar 2015.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar stjórn Jassklúbbsins fyrir framlögð gögn. Markaðs- og menningarnefnd hvetur stjórn Jassklúbbsins til að endurskoða fyrirkomulag hátíðarinnar og reyna hefja hana upp til fyrri hæða.

3.Ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetning Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1507035Vakta málsnúmer

Lagt fram
Bæjarráð vísar ábendingum bréfritara til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd. Lagt er til að bæjaryfirvöld skoði hvað hægt sé að gera í markaðsátaki fyrir Ólafsfjörð með það að markmiði að fá fólk til að staldra lengur við.
Einnig er þeirri hugmynd komið á framfæri hvort ekki sé hægt að gera Ólafsfjörð að Jólabæ Íslands allt árið um kring.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir framkomna hugmynd. Nefndin vill benda á að nú geta íbúar komið á framfæri hugmyndum/ábendingum til bæjaryfirvalda í gegnum "Mín Fjallabyggð" á heimasíðunni, www.fjallabyggd.is og hvetur hún íbúa til að koma fram með hugmyndir um, hvað hægt sé að gera til að efla markaðssetningu í Fjallabyggð.

4.Þátttaka Fjallabyggðar í Útsvari RÚV

Málsnúmer 1508054Vakta málsnúmer

Samþykkt
Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið í árlegan sjónvarpsþátt, þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfkrafa með þennan vetur. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og var Fjallabyggð eitt þeirra sveitarfélaga sem var dregið úr pottinum fyrir komandi vetur.
Kallað var eftir tilnefningum í liðið frá íbúum á heimasíðu Fjallabyggðar. Þó nokkrar tilnefningar bárust.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi lið Fjallabyggðar í Útsvari; Halldór Þormar Halldórsson, Guðrún Unnsteinsdóttir og Ólafur Unnar Sigurðsson.

5.Zenter - kynning á þjónustu

Málsnúmer 1507043Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit júní 2015

Málsnúmer 1508024Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins. Menningarmál: Rauntölur, 34.896.083 kr. Áætlun, 35.012.866 kr. Mismunur; 116.783 kr. Markaðsmál: Rauntölur, 2.950.367 kr. Áætlun 2.951.000 kr. Mismunur; 1.133 kr.

Fundi slitið.