Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 231. fundur - 11.10.2011

Svæðisskipulag Eyjafjarðar lagt fram til kynningar.

Bæjarráð telur rétt að skipulagshöfundar mæti á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir þeim tillögum sem snerta bæjarfélagið Fjallabyggð sérstaklega.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 08.11.2011

Formaður bæjararráðs bauð velkomna til fundar við bæjarráð þá Bjarna Kristjánsson og Árna Ólafsson, en þeir hafa unnið að greinargerð og skipulagi að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar sem mun hafa gildistíma frá 2011 - 2023. Auk þess sat Magnús A. Sveinsson fulltrúi skipulags- og umhverfisnefndar fundinn.

Bæjarráð boðaði þá á fund til að fara yfir þau atriði sem snerta Fjallabyggð sérstaklega.

Eftir umræður og yfirferð voru þeim færðar þakkir fyrir góðar tillögur og ábendingar um forsendur og niðurstöður undirbúningsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 07.06.2012

Í byrjun október 2011 var aðildarsveitarfélögunum send til umsagnar og athugasemdar lýsing á skipulagsverkefninu (Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Lýsing. Sept. 2011) í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tvö sveitarfélög gerðu athugasemdir við lýsinguna. Í kjölfarið var lýsingunni breytt (Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Lýsing. Feb. 2012) og hún þannig send til umsagnar og athugasemda að nýju hinn 26. febrúar 2012. Við þá lýsingu bárust tvær athugasemdir; frá Eyjafjarðarsveit, þar sem gerð var athugasemd við texta í lið 5.1 og frá Akureyrarbæ þar sem farið er fram á að efniskafli um sorpmál verði hluti af Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011 - 2023, þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Samvinnunefnd um gerð svæðisskipulagsins kom saman til fundar 4. júní s.l. og samþykkti nefndin þar að verða við óskum fyrrnefndra sveitarfélaga. Texta í grein 5.1 hefur verið breytt til samræmis við ósk Eyjafjarðarsveitar, sjá viðengi 1, og bætt hefur verið við nýjum efniskafla í lýsinguna um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina Meðferð úrgangs, sjá viðhengi 2.
Í stað þess að senda lýsinguna og fylgigögn í heild út til athugasemda enn einu sinni, ákvað nefndin að viðhafa þá aðferð að senda einungis breytingarnar til kynningar og óska eftir samþykkt þeirra og þar með lýsingarinnar allrar.
Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 24.01.2013

Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 24.01.2013

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023 með umhverfisskýrslu lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 284. fundur - 29.01.2013

Lögð fram til kynningar tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Skipulagstillagan er unnin með samanburði skipulagskosta m.t.t. umhverfis og samfélags í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana.

Hlutverk Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er auk þess að vinna tillögu að svæðisskipulagi að sjá um framfylgd þess og breytingar á því í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórnum ber að sjá til þess að aðalskipulag sveitarfélaga verði í samræmi við svæðisskipulagið þegar það hefur fengið endanlega samþykkt.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um Svæðisskipulag Eyjafjarðar verði samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 06.02.2013

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Skipulagstillagan er unnin með samanburði skipulagskosta m.t.t. umhverfis og samfélags í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Hlutverk Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er auk þess að vinna tillögu að svæðisskipulagi að sjá um framfylgd þess og breytingar á því í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórnum ber að sjá til þess að aðalskipulag sveitarfélaga verði í samræmi við svæðisskipulagið þegar það hefur fengið endanlega samþykkt.

Nefndin samþykkir framkomna tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 06.11.2013

Endanleg útfærsla á svæðisskipulagi Eyjafjarðar lögð fram til staðfestingar.

Þrjár athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og voru þær teknar til afgreiðslu á 34. fundi svæðisskipulagsnefndar, sem haldinn var 9. september sl.
Fyrir fundi skipulags- og umhverfisnefndar liggur fundargerð nefndarinnar og tillaga hennar að svari og viðbrögðum við fyrrgreindum athugasemdum. Um er að ræða breytingar á skipulagsgögnum sem taldar eru upp í þremur töluliðum í fundargerðinni en öðrum athugasemdum er svarað samkvæmt afgreiðslu í athugasemdaskjali sem er fylgiskjal með fundargerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framkomna tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og veiti heimild til þess að senda það til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28.01.2014

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar telur brýnt að þau sveitarfélög sem aðild eiga að nefndinni, finni nefndinni fastan samastað á sameiginlegum starfsvettvangi sveitarfélaganna.
Nefndin leggur til að sá vettvangur verði Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. og að skrifstofa þess annist umsýslu vegna nefndarinnar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 21.03.2014

Starfsreglur fyrir Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, teknar til umfjöllunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfsreglurnar séu samþykktar.