Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

138. fundur 07. júní 2012 kl. 16:30 - 17:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Í byrjun október 2011 var aðildarsveitarfélögunum send til umsagnar og athugasemdar lýsing á skipulagsverkefninu (Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Lýsing. Sept. 2011) í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tvö sveitarfélög gerðu athugasemdir við lýsinguna. Í kjölfarið var lýsingunni breytt (Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Lýsing. Feb. 2012) og hún þannig send til umsagnar og athugasemda að nýju hinn 26. febrúar 2012. Við þá lýsingu bárust tvær athugasemdir; frá Eyjafjarðarsveit, þar sem gerð var athugasemd við texta í lið 5.1 og frá Akureyrarbæ þar sem farið er fram á að efniskafli um sorpmál verði hluti af Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011 - 2023, þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Samvinnunefnd um gerð svæðisskipulagsins kom saman til fundar 4. júní s.l. og samþykkti nefndin þar að verða við óskum fyrrnefndra sveitarfélaga. Texta í grein 5.1 hefur verið breytt til samræmis við ósk Eyjafjarðarsveitar, sjá viðengi 1, og bætt hefur verið við nýjum efniskafla í lýsinguna um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina Meðferð úrgangs, sjá viðhengi 2.
Í stað þess að senda lýsinguna og fylgigögn í heild út til athugasemda enn einu sinni, ákvað nefndin að viðhafa þá aðferð að senda einungis breytingarnar til kynningar og óska eftir samþykkt þeirra og þar með lýsingarinnar allrar.
Erindi samþykkt.

2.Vatnsvandamál Suðurgötu 58 (Höfn) á Siglufirði

Málsnúmer 1201102Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni eiganda Suðurgötu 58, Siglufirði varðandi vatnsvandamál við húseignina.
Komið hefur í ljós veruleg aukning bleytu á lóð sunnan við hús, vatn farið að koma í gegnum stuðningsvegg sem er neðan við hús við götuna sem ekki var áður, sami veggur er farinn að hallast inn á við eins og vatnið sé farið að grafa undan veggnum, vatn farið að koma inn um vegg í kjallara útihúss við Háveg 59, sem er nýtilkomið og svo kom í ljós þegar verið var að endurnýja skólplagnir við hús Suðurgötu 58 að mikill vatnselgur var undir grunni á húsi.
Tæknideild var falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.
Verkfræðistofa Siglufjarðar var fengin til þess og hefur álitsgerð hennar borist.
Nefndin leggur til að farið verði að þeim tillögum sem koma fram í álitsgerðinni og vísar málinu til ákvörðunartöku í bæjarráði.

3.Klæðning á hús

Málsnúmer 1206008Vakta málsnúmer

Hilmar Kristjánsson f.h. eigenda að Hornbrekkuvegi 7 sækir um að fá að klæða norður og austur hliðar hússins með hefðbundinni bárujárnsklæðningu.
Erindi samþykkt.

4.Skilti með vörumerki Black Death á gafla hússins að Tjarnargötu 14

Málsnúmer 1203032Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði.
Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.
Erindi hafnað með vísan til 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998.

Fundi slitið - kl. 17:30.