Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

117. fundur 06. júlí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Halldór Guðmundsson varamaður
  • Sigurður Hlöðversson áheyrnarfulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur vísað fjórum eftirfarandi erindum til umfjöllunar Skipulags og umhverfisnefndar. Þau eru:

 

a) Rauðka óskar eftir viðræðum við Fjallabyggð um viðbótarlóð undir væntanlegt hótel á suðurkanti smábátahafnarinnar í Siglufirði.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að útvega lóðarblöð.

 

b) Rauðka og Valló óska eftir viðræðum við Fjallabyggð um aðkomu að byggingu nýs skíðaskála.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og bendir á að verið er að vinna að deiliskipulagi svæðisins.

 

c) Rauðka og Selvík óska eftir viðræðum við Fjallabyggð um skipulagsmál við ofanverða Gránugötu í tengslum við kaup Selvíkur á fasteign Egilssíldar ehf.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir tillögum að breyttu skipulagi á svæðinu.

 

d) Rauðka og Golfklúbbur Siglufjarðar sækja um land undir golfvöll í Hólsdal.

 

Nefndin bendir á að verið er að vinna deiliskipulag að svæðinu.

2.Breyting á lóðarstærðum

Málsnúmer 1106126Vakta málsnúmer

Tæknifulltrúi leggur til að lóðirnar Vallargata 17 og 19 verði lagðar af og sameinaðar við lóðirnar Hlíðarvegur 42 og 44 Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir erindið.

3.Breytingar á Hólavegi 81, Siglufirði

Málsnúmer 1107003Vakta málsnúmer

Húseigandi að Hólavegi 81, Siglufirði óskar eftir að fá að breyta húsi sínu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Nefndin samþykkir erindið.

4.Breytingum á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 - borhola

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 vegna heitavatnsborholu og hitaveitulagnar að þéttbýlinu á Siglufirði er lögð fram til kynningar.

 

Heitavatnsborhola SK-1 og ný heitavatnspípa á Skarðdal og Siglufirði. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun lögð fram til kynningar.

Fram kemur að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfismati.

 

Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma þá samþykkir Skipulags og umhverfisnefnd að fela Deildarstjóra tæknideildar að senda Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 með áorðnum breytingum til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

5.Deiliskipulag við Bylgjubyggð og frístundabyggð

Málsnúmer 1012023Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hornbrekkubót.

 

Nefndin samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum og felur tæknideild að setja það í auglýsingaferli.

6.Óskað eftir að byggður verði stoðveggur á austanverðum mörkum lóðar og götu við Laugarveg 18 Siglufirði

Málsnúmer 1106113Vakta málsnúmer

Íbúi að Laugarvegi 18 óskar eftir að byggður verði stoðveggur til að hindra framskrið lóðar út á götu.

 

Nefndin felur tæknideild að kynna viðkomandi aðila fyrirliggjandi reglur um kostnaðarþátttöku Fjallabyggðar í stoðveggjagerð.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1107002Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað lóð og byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á lóðinni númer eitt við Lambafen. Meðfylgjandi eru teikningar af fjárhúsinu.

 

Nefndin samþykkir erindið.

8.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar í Ólafsfirði var auglýst frá 26. apríl til 7. júní sl. skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gengur út að skipuleggja hverfið að fullu og stuðla þannig að því að hverfið fullbyggist. Skipulögð er ný gata Bakkabyggð og lóðir við hana syðst á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum við Mararbyggð og einni nýrri lóð við Ægisbyggð auk útivistarsvæðis. Á auglýsingar tíma barst ein athugsemd frá Kristni Kr. Ragnarsyni f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar. "Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir eftirfarandi ábendingar og athugsemdir við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðar - íbúðasvæði.
 
Framkvæmdir á svæði þessu eru innan 100 metra frá bakka samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði sem fjallar um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir; " Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Fiskistofu....... Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álit viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns. Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.
 
http://www.fiskistofa.is/laxogsilungs/umhverfismallaxfiska/ http://www.fiskistofa.is/media/laxa_silungssvid/framkvaemdirarVotn.pdf.
 
Jafnframt viljum við benda á að ekki var óskað eftir áliti Veiðifélagsins í sambandi við uppfyllingu þá sem umrætt deiliskipulag nær til, samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði. Teljum við miður að sveitafélagið hafi ekki óskað umsagnar veiðifélagsins.
 
Í greinargerð með deiliskipulagi er talað um eina nýja lóð við Ægisbyggð sem ekki kemur fram á teikningu og því erfitt að átta sig á hvar hún er staðsett.
 
Eins og fram kemur í áðurnefndri greinagerð er Ólafsfjarðarvatn á náttúrminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði. Við viljum því árétta að fara þarf mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á vatnið.
 
Svör við athugasemdum: 
Deildarstjóri tæknideildar hefur haft samband við Fiskistofu vegna deiliskipulags fyrir Flæðar og telja menn þar að ekki þurfi þeirra leyfi fyrir samþykki á umræddu deiliskipulagi. Þó skal það tekið fram að ef farið verður í framkvæmdir á umræddu svæði þá verður óskað eftir leyfi frá Fiskistofu.
 
Skipulags og umhverfisnefnd harmar að ekki hafi verið óskað eftir áliti Veiðifélags Ólafsfjarðar þegar uppfylling á svæðinu var gerð á sínum tíma.
 
Varðandi nýja lóð við Ægisbyggð þá er lóðin skilmerkilega merkt númer 7. á horni Mararbyggðar og Ægisbyggðar.
 
Skipulags og umhverfisnefnd felur Deildarstjóra tæknideildar að senda deiliskipulagið með athugasemdum og svörum til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
 

9.Sala á jörðinni Vatnsendi

Málsnúmer 1107020Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar afsal vegna sölu á jörðinni Vatnsenda í Héðinsfirði.

10.Sala á jörðinni Hóll

Málsnúmer 1107021Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar afsal vegna sölu á jörðinni Hóll í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 19:00.