Bæjarráð Fjallabyggðar

221. fundur 08. júlí 2011 kl. 09:00 - 09:30 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Breytingum á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 - borhola

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Á 117. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var bókað:

"Umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 vegna heitavatnsborholu og hitaveitulagnar að þéttbýlinu á Siglufirði er lögð fram til kynningar.

Heitavatnsborhola SK-1 og ný heitavatnspípa á Skarðdal og Siglufirði. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun lögð fram til kynningar.
Fram kemur að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfismati.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma þá samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela deildarstjóra tæknideildar að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun."


Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1107002Vakta málsnúmer

Á 117. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var bókað:


"Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað lóð og byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á lóðinni númer eitt við Lambafen. Meðfylgjandi eru teikningar af fjárhúsinu. Nefndin samþykkir erindið."

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 09:30.