Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

111. fundur 11. apríl 2011 kl. 18:00 - 18:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Matslýsing vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Lögð er fram matslýsing vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar heitavatnspípu í Skarðsdal, Siglufirði.  Rarik hefur lagt til fyrirhugaða legu vatnspípunnar (3200 metra löng) sem skilgreind verður á aðalskipulagsuppdrætti auk staðsetningu borholunnar og tengdra mannvirkja.

Nefndin samþykkir matslýsinguna og að hún ásamt tillögu að skipulagsbreytingu verði kynnt almenningi. 

2.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sendir inn úrskurð í máli nr.67/2010, kæra á synjun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst 2010 á umsókn um leifi til að klæða suður- og austurhlið hússins að Aðalgötu 32, Siglufirði með MEG-klæðningu. 

Úrskurðarorð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála eru: Felld er úr gildi synjun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst 2010, sem bæjarráð staðfesti 24. sama mánaðar, á umsókn um leyfi til að klæða suður- og austurhlið hússins að Aðalgötu 32, Siglufirði, með MEG klæðningu.

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:30.