Bæjarráð Fjallabyggðar

184. fundur 21. september 2010 kl. 17:00 - 18:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Staða framkvæmda við Íþr.miðst. Ólafsfirði

Málsnúmer 1009111Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar úr bókhaldi um stöðu framkvæmda við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. 
Bókaður kostnaður vegna sundlaugar og rennibrautar er nú 116 milljónir. 

2.Söluheimild - Toyota YX 994 árg 1994

Málsnúmer 1009110Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að heimila sölu á gömlum bíl Fjallabyggðahafna, YX 994 og að keyptur verði nýrri bíll.

Á fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir kaupum á bíl að verðmæti 1,5 millj.

3.Tillögur til fjárlaganefndar

Málsnúmer 1009116Vakta málsnúmer

Farið yfir þau atriði sem bera á upp við fjárlaganefnd 27. september n.k.
Bæjarstjóra falið að útbúa lokaútgáfu.

4.Starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1009003Vakta málsnúmer

Samþykkt var samhljóða að taka þetta mál á dagskrá.


Á 41.fundi frístundanefndar, þann 20. september var fjallað um ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Fram kom að Íþrótta- og tómstundafulltrúi ásamt bæjarstjóra tóku viðtöl við umsækjendur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og frístundanefnd mæla með því að með því að Haukur Sigurðsson verði ráðinn í starfið.

Bæjarráð samþykkir að ráða Hauk Sigurðsson í starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

5.Samantekt breytinga á skólabyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1009114Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt kostnaðar vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.
Bókaður kostnaður er nú um 72 milljónir, þar af hlutur sveitarfélagsins 17 milljónir.

6.Opnun Héðinsfjarðarganga - dagskrá

Málsnúmer 1009115Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti dagskrá vegna vígslu Héðinsfjarðarganga.

7.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna

Málsnúmer 1009098Vakta málsnúmer

Niðurstaða uppgjörs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á framlagi til Fjallabyggðar vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010, er hærra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2010 sem nemur tæplega 10 milljónum.

8.Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni fatlaðra

Málsnúmer 1009094Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu um málefni fatlaðra í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig samantekt formanns verkefnisstjórnar.

9.Aðalfundur Eyþings - A (DRÖG), Siglufirði 8.og 9.október 2010

Málsnúmer 1009065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Siglufirði 8. og 9. október 2010.

10.Boðun á XXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1007038Vakta málsnúmer

Fulltrúar sveitarfélagsins á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 29. september til 1. október n.k. verða Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.

11.Hluthafafundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 1. okt 2010

Málsnúmer 1009108Vakta málsnúmer

Boðað er til hluthafafundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 1. október á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins.

12.Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 1004050Vakta málsnúmer

Samþykkt var að fresta þessum dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 18:30.